Birkir: Það bera allir virðingu fyrir okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2014 13:15 Birkir Bjarnason segist í hörku formi. vísir/getty „Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum alls ekki nógu sáttir með síðustu leiki þannig það verður gaman að komast af stað í undankeppninni,“ sagði BirkirBjarnason, miðjumaður fótboltalandsliðsins, við Vísi á æfingu liðsins í Laugardalnum í dag. Strákarnir okkar mæta Tyrkjum á þriðjudaginn í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016, en illa hefur gengið í vináttuleikjunum á árinu og aðeins einn sigur unnist. Tyrkneska liðið er mjög sterkt og til alls líklegt í riðlinu. Birkir segir erfitt að benda á hvar það er sterkast. „Þetta er gríðarlega sterkt lið allstaðar á vellinum þannig það er erfitt að velja einhverja einn eða tvo leikmenn sem þarf að passa. Í heildina er liðið mjög gott,“ sagði Birkir. Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Hollandi, Tékklandi, Lettlandi og Kasakstan. Það mun reynast erfitt að komast á EM í Frakklandi, en Birkir hefur fulla trú á liðinu. „Við sýndum það í síðustu keppni að við getum spilað mjög vel á móti bestu liðunum. Við hefðum getað unnið báða leikina á móti Sviss í síðustu undankeppni þannig ég tel alla bera viðringu fyrir okkur,“ sagði Birkir sem sjálfur er mættur aftur til Pescara í ítölsku B-deildinni eftir stutta dvöl hjá Sampdoria þar sem hann fékk lítið að spila. „Ég hef byrjað mjög vel og er í hörku formi þannig ég er mjög ánægður,“ sagði Birkir við Vísi, en hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leik liðsins í B-deildinni um síðustu helgi. Birkir segist hafa geta farið annað, en valdi að lokum að vera áfram hjá Pescara sem hann sammdi upphaflega við í janúar 2012. „Það kom alveg til greina að fara annað, en að lokum var þetta það besta fyrir mig í augnablikinu. Þarna fæ ég að spila þannig vonandi verður tímabilið bara gott,“ sagði Birkir Bjarnason. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum alls ekki nógu sáttir með síðustu leiki þannig það verður gaman að komast af stað í undankeppninni,“ sagði BirkirBjarnason, miðjumaður fótboltalandsliðsins, við Vísi á æfingu liðsins í Laugardalnum í dag. Strákarnir okkar mæta Tyrkjum á þriðjudaginn í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016, en illa hefur gengið í vináttuleikjunum á árinu og aðeins einn sigur unnist. Tyrkneska liðið er mjög sterkt og til alls líklegt í riðlinu. Birkir segir erfitt að benda á hvar það er sterkast. „Þetta er gríðarlega sterkt lið allstaðar á vellinum þannig það er erfitt að velja einhverja einn eða tvo leikmenn sem þarf að passa. Í heildina er liðið mjög gott,“ sagði Birkir. Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Hollandi, Tékklandi, Lettlandi og Kasakstan. Það mun reynast erfitt að komast á EM í Frakklandi, en Birkir hefur fulla trú á liðinu. „Við sýndum það í síðustu keppni að við getum spilað mjög vel á móti bestu liðunum. Við hefðum getað unnið báða leikina á móti Sviss í síðustu undankeppni þannig ég tel alla bera viðringu fyrir okkur,“ sagði Birkir sem sjálfur er mættur aftur til Pescara í ítölsku B-deildinni eftir stutta dvöl hjá Sampdoria þar sem hann fékk lítið að spila. „Ég hef byrjað mjög vel og er í hörku formi þannig ég er mjög ánægður,“ sagði Birkir við Vísi, en hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leik liðsins í B-deildinni um síðustu helgi. Birkir segist hafa geta farið annað, en valdi að lokum að vera áfram hjá Pescara sem hann sammdi upphaflega við í janúar 2012. „Það kom alveg til greina að fara annað, en að lokum var þetta það besta fyrir mig í augnablikinu. Þarna fæ ég að spila þannig vonandi verður tímabilið bara gott,“ sagði Birkir Bjarnason.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57
Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54