Innlent

Blámóða gæti orðið varasöm

Kristján Már Unnarsson skrifar
Íbúar austanlands fá nú að kynnast blámóðu á himni frá eldgosinu sem í miklu magni gæti orðið varasöm.

Gosmökkinn lagði fyrri hluta dags undan suðvestanátt til norðausturs í átt til Fljótsdalshéraðs, Jökuldals og Vopnafjarðar. Í mekkinum er meðal annars brennisteinsdíoxíð, sem við snertingu við vatnsgufu myndar brennisteinssýru.

„Við þurfum alltaf að hafa áhyggjur af þessu. Við verðum að fylgjast vel með þessu því eins og við vitum frá móðurharðindum þá olli þetta miklum erfiðleikum hjá fólki, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

Þorvaldur áætlar að eldgosið sé að senda frá sér tíu þúsund tonn á dag af brennisteinsdíoxíð út í andrúmsloftið. „Það er hægt að fá grímur til að varna því að fólk sé að anda of miklu af þessu inn og það er allt í lagi að fá fólk til þess að huga að því.“

En gæti þurft að rýma einhver landssvæði vegna brennisteinsmóðunnar?

„Ef þetta þetta heldur áfram eða eykst verulega þá þá getur það vel komið til greina að það þyrfti að flytja fólk,“ segir Þorvaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×