Jökulsá á Fjöllum hopar undan logandi hrauninu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2014 21:12 Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“ Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“
Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira