Jökulsá á Fjöllum hopar undan logandi hrauninu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2014 21:12 Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“ Bárðarbunga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“
Bárðarbunga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira