Sport

Cilic vann Opna bandaríska | Fyrsti risatitillinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marin Cilic með sinn fyrsta risatitil í tennis.
Marin Cilic með sinn fyrsta risatitil í tennis. Vísir/Getty
Marin Cilic, 25 ára tenniskappi frá Króatíu, vann í gærkvöld sitt fyrsta risamót í tennis þegar hann hafði betur gegn Japananum Kei Nishikori í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins.

Úrslitaeinvígið í ár þótti nokkuð óvænt en báðir voru þeir að leika sinn fyrsta úrslitaleik á risamóti. Í undanúrslitum sló Cilic út Svisslendingin Roger Federer en Nishikori sló út Novak Djokovic.

Cilic stýrði leiknum frá upphafi og vann öll þrjú settin 6-3 og tryggði sér með því fyrsta risatitilinn á ferlinum.

Varð hann með því sjötti tenniskeppandinn til þess að vinna á Opna bandaríska á síðustu sjö árum á eftir Federer, Djokovic, Juan Martin del Potro ogRafael Nadal sem var ekki á meðal keppenda í ár.

Var þetta aðeins í annað sinn sem Cilic hefur betur gegn Nishikori en þeir höfðu sjö sinnum mæst áður.

Cilic fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×