Mahindra í samstarf með PSA og Saab Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2014 12:52 Mahindra XUV500 jeppi. Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra leitar nú samstarfs við franska bílasmiðinn PSA Peugeot/Citroën og sænska framleiðandann Saab. Ástæða þess er minnkandi sala Mahindra bíla í heimalandinu og skortur á alþjóðlegum sýnileika. Þetta samstarf þessara þriggja aðila getur komið þeim öllum til góða. PSA vill aftur komast að þeim gríðarstóra markaði sem Indland er og eigendur Saab leita fjármagns til að geta haldið áfram framleiðslu og þróun bíla sinna að rafmagnsvæðingu drifbúnaðar þeirra. Mahindra fær auk þess aukinn trúverðugleika heima fyrir og aðgang að tækni sem bæði PSA og Saab búa yfir. PSA keppti á indverska bílamarkaðnum til ársins 1990 en hætti þá sölu bíla sinna þar. PSA ætlaði að reisa verksmiðju í Indlandi árið 2011 en hætti við vegna fjárhagserfiðleika heimafyrir. Mahindra & Mahindra á kóreska bílaframleiðandann SsangYong, en bílar þess merkis eru seldir í Evrópu, svo sem í Bílabúð Benna. Mahindra & Mahindra hyggur einnig á markaðssókn bíla sinna í Evrópu og þetta samstarf mun hjálpa til við þá sókn. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent
Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra leitar nú samstarfs við franska bílasmiðinn PSA Peugeot/Citroën og sænska framleiðandann Saab. Ástæða þess er minnkandi sala Mahindra bíla í heimalandinu og skortur á alþjóðlegum sýnileika. Þetta samstarf þessara þriggja aðila getur komið þeim öllum til góða. PSA vill aftur komast að þeim gríðarstóra markaði sem Indland er og eigendur Saab leita fjármagns til að geta haldið áfram framleiðslu og þróun bíla sinna að rafmagnsvæðingu drifbúnaðar þeirra. Mahindra fær auk þess aukinn trúverðugleika heima fyrir og aðgang að tækni sem bæði PSA og Saab búa yfir. PSA keppti á indverska bílamarkaðnum til ársins 1990 en hætti þá sölu bíla sinna þar. PSA ætlaði að reisa verksmiðju í Indlandi árið 2011 en hætti við vegna fjárhagserfiðleika heimafyrir. Mahindra & Mahindra á kóreska bílaframleiðandann SsangYong, en bílar þess merkis eru seldir í Evrópu, svo sem í Bílabúð Benna. Mahindra & Mahindra hyggur einnig á markaðssókn bíla sinna í Evrópu og þetta samstarf mun hjálpa til við þá sókn.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent