Mahindra í samstarf með PSA og Saab Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2014 12:52 Mahindra XUV500 jeppi. Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra leitar nú samstarfs við franska bílasmiðinn PSA Peugeot/Citroën og sænska framleiðandann Saab. Ástæða þess er minnkandi sala Mahindra bíla í heimalandinu og skortur á alþjóðlegum sýnileika. Þetta samstarf þessara þriggja aðila getur komið þeim öllum til góða. PSA vill aftur komast að þeim gríðarstóra markaði sem Indland er og eigendur Saab leita fjármagns til að geta haldið áfram framleiðslu og þróun bíla sinna að rafmagnsvæðingu drifbúnaðar þeirra. Mahindra fær auk þess aukinn trúverðugleika heima fyrir og aðgang að tækni sem bæði PSA og Saab búa yfir. PSA keppti á indverska bílamarkaðnum til ársins 1990 en hætti þá sölu bíla sinna þar. PSA ætlaði að reisa verksmiðju í Indlandi árið 2011 en hætti við vegna fjárhagserfiðleika heimafyrir. Mahindra & Mahindra á kóreska bílaframleiðandann SsangYong, en bílar þess merkis eru seldir í Evrópu, svo sem í Bílabúð Benna. Mahindra & Mahindra hyggur einnig á markaðssókn bíla sinna í Evrópu og þetta samstarf mun hjálpa til við þá sókn. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent
Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra leitar nú samstarfs við franska bílasmiðinn PSA Peugeot/Citroën og sænska framleiðandann Saab. Ástæða þess er minnkandi sala Mahindra bíla í heimalandinu og skortur á alþjóðlegum sýnileika. Þetta samstarf þessara þriggja aðila getur komið þeim öllum til góða. PSA vill aftur komast að þeim gríðarstóra markaði sem Indland er og eigendur Saab leita fjármagns til að geta haldið áfram framleiðslu og þróun bíla sinna að rafmagnsvæðingu drifbúnaðar þeirra. Mahindra fær auk þess aukinn trúverðugleika heima fyrir og aðgang að tækni sem bæði PSA og Saab búa yfir. PSA keppti á indverska bílamarkaðnum til ársins 1990 en hætti þá sölu bíla sinna þar. PSA ætlaði að reisa verksmiðju í Indlandi árið 2011 en hætti við vegna fjárhagserfiðleika heimafyrir. Mahindra & Mahindra á kóreska bílaframleiðandann SsangYong, en bílar þess merkis eru seldir í Evrópu, svo sem í Bílabúð Benna. Mahindra & Mahindra hyggur einnig á markaðssókn bíla sinna í Evrópu og þetta samstarf mun hjálpa til við þá sókn.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent