Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2014 21:00 Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Bárðarbunga Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Bárðarbunga Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira