Gæti orðið stærsta gos í áratugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 23:06 Vísir/Auðunn Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira