Ryan Palmer í forystu eftir fyrsta hring í Boston 30. ágúst 2014 10:41 Ryan Palmer á hringnum í gær. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira