Ryan Palmer í forystu eftir fyrsta hring í Boston 30. ágúst 2014 10:41 Ryan Palmer á hringnum í gær. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira