Stærra gos en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2014 07:37 „Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson í samtali við Vísi. Ármann var á svæðinu við Holuhraun í morgun ásamt öðrum jarðvísindamönnum.Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Holuhrauni úr vefmyndavél Mílu í spilaranum hér fyrir ofan. „Hér er náttúrulega gliðnunarhrina í gangi og því verða gosin stærri og stærri,“ segir Ármann. Hann segir sprunguna ná allt að kílómeter lengra til norðurs, en sú sem myndaðist á föstudaginn. Upprunalega var talið að gosið væri minna en það sem átti sér stað á föstudaginn en svo virðist ekki vera. Mikill vindur er á svæðinu og moldrok veldur því að erfitt er að sjá sprunguna í heild. Ármann náði þó nokkrum mögnuðum myndum sem sjá má hér að neðan. Veðurstofan hefur sett viðbúnað vegna flugs aftur á rautt vegna gossins sem nú er í Holuhrauni við Bárðarbungu. Hættustig almannavarna er enn í gildi og að svo stöddu hefur ekki þótt ástæða til að breyta því samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Uppfært 08:28 Samkvæmt grófu mati jarðvísindamanna er sprungan um einn og hálfur kílómetri að lengd og ná hæstu hraunstrókarnir allt að sextíu metra hæð. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.Uppfært 12:30 Magnús Tumi Guðmundsson segir gosið í dag margfalt stærra en það sem varð aðfaranótt föstudags. Það sé svipað að stærð og Kröflueldar. Nánar um það hér. Þá segir Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði sem staðsett er nærri gosinu, það sérstaklega fallegt hraungos. Nánar um það hér.Uppfært 13:00 Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: -Hraungos hófst í Holuhrauni, líklega upp úr kl. 04 í nótt, á sama stað og gaus fyrir tveimur dögum. Sprungan virist vera uþb. 1,5 km löng. Tekið var eftir því á vefmyndavél Mílu um 05:51. Færri skjálftar fylgja gosinu en því fyrra, en meira hraun kemur upp. -Hraunstraumurinn var uþb 1 km breiður og um 3 km langur til norðausturs um kl. 07:30. Hraunið er talið nokkurra metra þykkt og flæðið var að líkindum um 1000 m3 á sek. -Skjálftavirkni hefur verið lítil á gossvæðinu. Um 500 skjálftar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 3,8 í Bárðarbunguöskjunni. Óveður á svæðinu gerir það að verkum að minni skjálftar greinast verr. -GPS-mælingar sýna áframhaldandi gliðnun á svæðinu norðan Dyngjujökuls. Gasbólstrar rísa frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð. -Veðurskilyrði gera erfitt að fylgjast með gosinu en vísindamenn eru á staðnum og nota hvert tækifæri til þess að afla upplýsinga um kviku- og gas útstreymi -Athugað verður hvort hægt er að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag en veður hamlar flugi í augnablikinu. Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er rauður fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Aviation color for #Bardarbunga has been changed to RED http://t.co/hKNDgJphRO pic.twitter.com/eSgNuu5TAg— Bárðarbunga Volcano (@Bardarbunga_IS) August 31, 2014 Bárðarbunga Tengdar fréttir Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu. 30. ágúst 2014 20:08 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 „Þetta er aktívt gos“ Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð. 29. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson í samtali við Vísi. Ármann var á svæðinu við Holuhraun í morgun ásamt öðrum jarðvísindamönnum.Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Holuhrauni úr vefmyndavél Mílu í spilaranum hér fyrir ofan. „Hér er náttúrulega gliðnunarhrina í gangi og því verða gosin stærri og stærri,“ segir Ármann. Hann segir sprunguna ná allt að kílómeter lengra til norðurs, en sú sem myndaðist á föstudaginn. Upprunalega var talið að gosið væri minna en það sem átti sér stað á föstudaginn en svo virðist ekki vera. Mikill vindur er á svæðinu og moldrok veldur því að erfitt er að sjá sprunguna í heild. Ármann náði þó nokkrum mögnuðum myndum sem sjá má hér að neðan. Veðurstofan hefur sett viðbúnað vegna flugs aftur á rautt vegna gossins sem nú er í Holuhrauni við Bárðarbungu. Hættustig almannavarna er enn í gildi og að svo stöddu hefur ekki þótt ástæða til að breyta því samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Uppfært 08:28 Samkvæmt grófu mati jarðvísindamanna er sprungan um einn og hálfur kílómetri að lengd og ná hæstu hraunstrókarnir allt að sextíu metra hæð. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.Uppfært 12:30 Magnús Tumi Guðmundsson segir gosið í dag margfalt stærra en það sem varð aðfaranótt föstudags. Það sé svipað að stærð og Kröflueldar. Nánar um það hér. Þá segir Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði sem staðsett er nærri gosinu, það sérstaklega fallegt hraungos. Nánar um það hér.Uppfært 13:00 Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: -Hraungos hófst í Holuhrauni, líklega upp úr kl. 04 í nótt, á sama stað og gaus fyrir tveimur dögum. Sprungan virist vera uþb. 1,5 km löng. Tekið var eftir því á vefmyndavél Mílu um 05:51. Færri skjálftar fylgja gosinu en því fyrra, en meira hraun kemur upp. -Hraunstraumurinn var uþb 1 km breiður og um 3 km langur til norðausturs um kl. 07:30. Hraunið er talið nokkurra metra þykkt og flæðið var að líkindum um 1000 m3 á sek. -Skjálftavirkni hefur verið lítil á gossvæðinu. Um 500 skjálftar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 3,8 í Bárðarbunguöskjunni. Óveður á svæðinu gerir það að verkum að minni skjálftar greinast verr. -GPS-mælingar sýna áframhaldandi gliðnun á svæðinu norðan Dyngjujökuls. Gasbólstrar rísa frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð. -Veðurskilyrði gera erfitt að fylgjast með gosinu en vísindamenn eru á staðnum og nota hvert tækifæri til þess að afla upplýsinga um kviku- og gas útstreymi -Athugað verður hvort hægt er að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag en veður hamlar flugi í augnablikinu. Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er rauður fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Aviation color for #Bardarbunga has been changed to RED http://t.co/hKNDgJphRO pic.twitter.com/eSgNuu5TAg— Bárðarbunga Volcano (@Bardarbunga_IS) August 31, 2014
Bárðarbunga Tengdar fréttir Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu. 30. ágúst 2014 20:08 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 „Þetta er aktívt gos“ Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð. 29. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu. 30. ágúst 2014 20:08
Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21
Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09
Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31
„Þetta er aktívt gos“ Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð. 29. ágúst 2014 09:00