Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 13:00 Haukur Helgi á hliðarlínunni á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Vísir/ÓÓJ Haukur Helgi Pálsson meiddist á hné í síðasta leik en ætlar ekki að láta þau meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn mikilvæga á móti Bretum í London í kvöld. „Þetta er ekki neitt og ég verð með á morgun (í dag). Þetta er mikilvægur leikur og svona tækifæri koma ekki oft. Ég verð bara að harka þetta af mér," sagði Haukur Helgi Pálsson kokhraustur eftir æfingu landsliðsins í gær en hann var þá með klakaumbúðir vafðar um hnéð. Haukur átti frábæran leik í fyrri leiknum á móti Bretum en spilaði aðeins í 14 mínútur í Bosníu vegna villuvandræða og meiðsla. „Ég lenti í villuvandræðum í Bosníu sem ég má alls ekki gera. Það voru samt margir sem voru að stíga fram í leiknum sem var flott," sagði Haukur Helgi sem meiddist í seinni hálfleiknum. „Ég lendi í þessu hnjaski þegar ég fékk einn fljúgandi á mig. Þeir stóðu sig frábærlega strákarnir og þetta gekk svo sem allt í lagi þótt að þetta hafi ekki gengið hjá mér. Liðið stóð sig frábærlega," sagði Haukur. Ísland tryggir sér annað sætið í riðlinum með sigri á Bretum í kvöld. „Við verðum að vinna þennan leik og þetta er hrikalega einfalt. Við förum þangað til að vinna en ekki til að tapa ekki með plús tíu. Við förum og vinnum leikinn því við ætlum okkur á þetta mót," sagði Haukur. Íslenska liðið kom til baka á móti Bosníu og sýndi líka mikinn karakter í sigrinum á Bretum í Laugardalshöllinni. „Íslenska eðlið er að gefast aldrei upp og alltaf að trúa því að við getum unnið öll þessi lið. Við höfum sýnt það síðustu sumur að við getum staðið í mörgum af þessum sterkustu liðum og stolið nokkrum sigrum. Við ætlum að vinna þetta lið," sagði Haukur. Hávaðinn og lætin voru mikil í Bosníu og strákarnir í liðinu láta því ekkert slá sig út af laginu þótt Bretar fái góðan stuðning í kvöld. „Það var frábært að vera þarna og flestir geta tekið eitthvað úr þessu að sjá sjö þúsund Bosníumenn öskra allan tímann. Þótt að maður skyldi ekki neitt þá vissi maður bara að þetta var geðveiki," sagði Haukur um stemninguna í höllinni í Tuzla. En kemst Ísland á EM? „Við þurfum að vera þokkalega óheppnir ef við vinnum þennan leik en komust ekki á EM. Við ætlum að fara og vinna. Við förum á EM," sagði Haukur að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson meiddist á hné í síðasta leik en ætlar ekki að láta þau meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn mikilvæga á móti Bretum í London í kvöld. „Þetta er ekki neitt og ég verð með á morgun (í dag). Þetta er mikilvægur leikur og svona tækifæri koma ekki oft. Ég verð bara að harka þetta af mér," sagði Haukur Helgi Pálsson kokhraustur eftir æfingu landsliðsins í gær en hann var þá með klakaumbúðir vafðar um hnéð. Haukur átti frábæran leik í fyrri leiknum á móti Bretum en spilaði aðeins í 14 mínútur í Bosníu vegna villuvandræða og meiðsla. „Ég lenti í villuvandræðum í Bosníu sem ég má alls ekki gera. Það voru samt margir sem voru að stíga fram í leiknum sem var flott," sagði Haukur Helgi sem meiddist í seinni hálfleiknum. „Ég lendi í þessu hnjaski þegar ég fékk einn fljúgandi á mig. Þeir stóðu sig frábærlega strákarnir og þetta gekk svo sem allt í lagi þótt að þetta hafi ekki gengið hjá mér. Liðið stóð sig frábærlega," sagði Haukur. Ísland tryggir sér annað sætið í riðlinum með sigri á Bretum í kvöld. „Við verðum að vinna þennan leik og þetta er hrikalega einfalt. Við förum þangað til að vinna en ekki til að tapa ekki með plús tíu. Við förum og vinnum leikinn því við ætlum okkur á þetta mót," sagði Haukur. Íslenska liðið kom til baka á móti Bosníu og sýndi líka mikinn karakter í sigrinum á Bretum í Laugardalshöllinni. „Íslenska eðlið er að gefast aldrei upp og alltaf að trúa því að við getum unnið öll þessi lið. Við höfum sýnt það síðustu sumur að við getum staðið í mörgum af þessum sterkustu liðum og stolið nokkrum sigrum. Við ætlum að vinna þetta lið," sagði Haukur. Hávaðinn og lætin voru mikil í Bosníu og strákarnir í liðinu láta því ekkert slá sig út af laginu þótt Bretar fái góðan stuðning í kvöld. „Það var frábært að vera þarna og flestir geta tekið eitthvað úr þessu að sjá sjö þúsund Bosníumenn öskra allan tímann. Þótt að maður skyldi ekki neitt þá vissi maður bara að þetta var geðveiki," sagði Haukur um stemninguna í höllinni í Tuzla. En kemst Ísland á EM? „Við þurfum að vera þokkalega óheppnir ef við vinnum þennan leik en komust ekki á EM. Við ætlum að fara og vinna. Við förum á EM," sagði Haukur að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15
Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09
Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00
Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45
Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00
Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01