Arnar Helgi Lárusson hafnaði í fimmta og síðasta sæti í 100 metra hjólastólaspretti á EM fatlaðra í Swansea í dag.
Arnar Helgi kom í mark á 18,86 sekúndum, en hefði þurft að gera betur en 16,53 sekúndur til að komast á pall.
Bretinn Mickey Bushell varð Evrópumeistari, Frakkinn PierreFairbank annar og samlandi hans NicolasBrignone þriðji.
Arnar hefur ekki lokið keppni á mótinu því hann keppir í 200 metra spretti á morgun.
Arnar Helgi hafnaði í fimmta sæti
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti