Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 17:45 Haukur Helgi Pálsson reynir skot í leiknum í kvöld. Mynd/KKÍ/Stefán Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig en framlag Harðar Axels Vilhjálmssonar var ómetnalegt ekki síst í seinni hálfleiknum þegar hann skorað 12 af 17 stigum sínum og gaf einnig fjórar stoðsendingar í hálfleiknum. Íslenska liðið kom sér inn í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 28-16 og landaði síðan stórkostlegum sigri á æsispennandi lokamínútum. Fyrsti leikhlutinn var ekki alslæmur en Bretarnir voru með frumkvæðið og skoruðu sjö stig í röð eftir að Logi Gunnarsson kom Íslandi yfir í eina skiptið í leikhlutanum (16-15). Breska liðið var fjórum stigum yfir eftir 1. leikhlutann 22-18. Jón Arnór minnkaði muninn í tvö stig í upphafi annars leikhluta en þá kom slæmur kafli þar sem Bretar skoruðu tíu stig í röð og komust í 32-22. Íslenska liðið lenti mest þrettán stigum undir en tókst að koma muninum niður í tíu stig fyrir hálfleik, 38-28. Það gekk lítið upp í sóknarleiknum í öðrum leikhlutanum (10 stig) og liðið var líka í miklum vandræðum undir körfunni á móti útsjónarsömum Bretum sem höfðu lagað leik sinni mikið frá því í Höllinni. Nú þurfti bara að spýta í lófana og það gerðu íslensku strákarnir svo sannarlega í þriðja leikhlutanum.Bretland - Ísland, Koparkassinn í London 20. ágúst 2014 - Textalýsing*Leikurinn er búinn - Ísland vinnur 71-69 : Hörður Axel klikkar á báðum vítunum en það kemur ekki að sök því vonarskot Breta geigar og Íslendingar fagna sigri. Frábær seinni hálfleikur og þvílík endurkoma. Ísland er á leiðinni á EM. Þessir strákar gefast aldrei upp.40. mín, 69-71: Bretar skora úr hraðaupphlaupi og Haukur Helgi fær sína fimmtu villu þegar 4,5 sekúndur eru eftir. Bretinn klikkar á vítinu og Ísland á boltann þegar 3,2 sekúndur eru eftir. Ísland tekur leikhlé og nú er bara að setja boltann í hendurnar á Jóni.40. mín, 67-71: Jón Arnór smellir niður rosalegum þristi þegar 46 sekúndur eru eftir.39. mín, 67-68: Jón Arnór setur niður tvö víti þegar 1:20 mín er eftir en Bretar svara með troðslu eftir sóknarfrákast.39. mín, 65-66: Dan Clark skorar heppniskörfu og fær víti að auki. Hlynur meiðist og þarf að fara af velli. Þetta gæti orðið afdrifaríkt en Clark skorar úr vítinu. Ein og hálf eftir.38. mín, 62-66: Hörður Axel fer á vítalínuna og skorar úr báðum vítunum. Hann er kominn með 17 stig og 5 stoðsendingar í kvöld.38. mín, 60-64: Bretar skora baráttukörfu eftir sóknarfrákast og minnka muninn í eitt stig en Hörður Axel svarar með hraðaupphlaupsþristi eftir stoðsendingu frá Jóni.36. mín, 56-61: Haukur Helgi svarar kallinu og skorar laglega körfu sem kemur íslenska liðinu sex stigum yfir. Fyrstu stigin í leiknum í um þrjár mínútur. Bretar taka leikhlé.35. mín, 56-59: Bæði lið eru að gera mistök þessar mínútur og þau eru ekki búin að skora stig í langan tíma. Nú væri gott á fá körfu.33. mín, 56-59: Ísland tekur leikhlé. Liðið er þremur stigum eftir frábæra endurkomu en það eru sjö mínútur eftir og vona á spretti frá heimamönnum. Áhorfendur hafa ekki látið mikið í sér heyra í seinni hálfleiknum en taka nú upp á því að púa á dómara leiksins.32. mín, 54-59: Hörður Axel skelli niður flottum þristi og kemur Íslandi fimm stigum yfir. Baráttan er til fyrirmyndar í seinni hálfleiknum.4. leikhluti hafinn, 54-56: Íslenska liðið byrjar með boltann en nær ekki að auka muninn í fyrstu sókn lokaleikhlutans.3. leikhluti búinn, 54-56: Jón Arnór fékk mikilvægar mínútur í hvíld í lok leikhlutans og strákarnir spiluðu vel án hans. Helgi Már Magnússon endaði leikhlutann á því að setja niður þrist og koma Íslandi í fyrsta sinn yfir síðan í fyrsta leikhluta. Hörður Axel átti stoðsendinguna á Helga en Hörður er að spila mjög vel í seinni hálfleiknum. Hörður Axel gaf fjórar stoðsendingar í þriðja og skoraði líka fjögur stig.28. mín, 52-47: Fjögur stig Breta í röð og þeir halda frumkvæðinu. Nú má ekki missa þá aftur frá sér.27. mín, 48-47: Jón Arnór kominn með 18 stig eftir þriðja þristinn sinn. Munurinn er nú eitt stig.26. mín, 46-44: Frábær hreyfing hjá Hlyni og hann kemur þessu niður í tvö stig. Íslenska liðið berst nú út um allan völl og nú er bara að halda áfram á þessari braut.25. mín, 46-42: Pavel skellir niður þristi eftir sóknarfrákast og stoðsendingu frá Herði. Frábær kafli hjá íslenska liðinu með Hörð í fararbroddi, munurinn er kominn niður í fjögur stig og Bretar taka leikhlé.25. mín, 46-39: Haukur Helgi skorar þrist en lætur svo verja frá sér troðslutilraun í hraðaupphlaupi. Hörður Axel stelur hinsvegar boltanum og treður. Fer þetta að falla með strákunum en munurinn er kominn niður í sjö stig.23. mín, 46-34: Jón Arnór hefur skorað sex fyrstu stig íslenska liðsins í seinni hálfleik en hann gerir þetta ekki einn. Íslenska vörnin þarf lika að fara að stoppa hinum megin. Nú þarf þetta að fara í gang.22. mín, 44-31: Bretar byrja seinni hálfleikinn á því að setja þrista í tveimur fyrstu skotum sínum. Þetta verður erfitt ef þeir fara að raða niður þristunum í þriðja leikhlutanum.Seinni hálfleikur hafinn, 38-28: Jón Arnór byrjar seinni hálfleikinn með Herði, Pavel, Hauki og Hlyn.Hálfleikur: Íslensku strákarnir þurfa frábæran seinni hálfleik ætli þeir sér að komast á EM í kvöld. Það hefur lítið gengið upp og liðið er í miklum vandræðum undir körfunni á móti útsjónarsömum Bretum sem hafa lagað leik sinni mikið frá því í Höllinni.Hálfleikur: Jón Arnór hefur hitt úr 4 af 7 skotum sínum í fyrri hálfleiknum en restin af íslenska liðinu hefur aðeins nýtt 8 af 23 skotum sínum sem er ekki nógu gott. Íslenska liðið þarf nauðsynlega að fá fleiri skorara í gang en lykilatriði að ráða betur við stóru leikmenn Breta. Breska liðið hefur nýtt 54 prósent skota sinna í leiknum.Hálfleikur, 38-28: Íslenska liðið er 10 stigum undir á móti markvissu bresku liðið sem hefur spilað upp á veikleika íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Jón Arnór Stefánsson er stigahæstur í íslenska liðinu í hálfleik með 9 stig.20. mín, 38-28: Jón Arnór fiskar ruðning og íslenska liðið fær boltann þegar 8,3 sekúndur eru eftir. Ísland tekur leikhlé og skipuleggur lokasókn sína í fyrri hálfleiknum.20. mín, 37-28: Hlynur með frábær tilþrif. Tekur sóknarfrákast en skellur síðan í gólfinu. Hlynur hættir ekkert og sér Martin lauma sér upp að körfunni. Martin fær frábæra sendingu að launum og minnkar muninn í níu stig.18. mín, 37-24: Íslenska vörnin er í vandræðum á móti breska liðinu sem sækir mikið inn í teig. Íslenska sóknin gengur líka illa enda menn ekki að hitta vel. Munurinn er 13 stig og íslenska liðið þarf nauðsynlega að enda fyrri hálfleikinn á góðum spretti.16. mín, 32-24: Jón Arnór skorar úr hraðaupphlaupi eftir sendingu frá Martin og stoppar 10-0 sprett breska liðsins. Hlynur minnkar muninn síðan í átta stig strax í næstu sókn.15. mín, 31-20: Það gengur allt upp hjá Bretum þessar mínúturnar og þeir skora og fá víti að auki. Breska liðið er búið að skora níu stig, munurinn er orðinn 11 stig og Craig Pedersen tekur leikhlé. Nú þurfa okkar menn að fara að komast í gang og snúa þessu okkur í hag ef ekki á illa að fara.14. mín, 29-20: Jón Arnór stelur boltanum en Logi er aftur óheppinn og stígur í annað skiptið útaf í horninu. Bretar skella niður þristi og eru komnir níu stigum yfir.12. mín, 26-20: Jón Arnór minnkar muninn í tvö stig en Bretar svara strax með tveimur körfum inn í teig. Bretar eru áfram með frumkvæðið í leiknum.1. leikhluti búinn, 22-18: Lokaskot leikhlutans klikkar hjá Loga og Ísland er fjórum stigum undir. Íslenska liðið er í samt í all í lagi málum og á líka mikið inni. Jón Arnór og Logi eru stigahæstir með fimm stig hvor. Bretarnir fara mikið inn í teiginn og það er ekki auðvelt verkefni fyrir mun lávaxnara lið Íslands.9. mín, 22-16: Bretar svara strax með þremur körfum í röð og munurinn er aftur orðinn sex stig. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér meðbyrinn að komast yfir.8. mín, 15-16: Logi Gunnarsson kemur Íslandi yfir í fyrsta sinn með þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Martin sem er kominn inn.8. mín, 15-13: Hlynur skorar eftir flotta stoðsendingu frá Jóni Arnóri.6. mín, 12-11: Íslenska liðið vinnur boltann og Jón Arnór skorar þriggja stiga körfu í hraðaupphlaupi. Jón Arnór strax kominn með fimm stig í leiknum. Þetta skot leit mjög vel út.6. mín, 12-8: Dan Clark skellir niður þrist fyrir Breta en Jón Arnór svarar með góðri körfu hinum megin.5. mín, 9-6: Hlynur er búinn að vera grimmur í fráköstunum í upphafi leiks og hann setur síðan annað af tveimur vítum sínum niður.4. mín, 9-5: Hörður Axel Vilhjálmsson setur niður þrist en Bretar svara strax með þristi. Jón Arnór kemur inná fyrir Loga.3. mín, 6-2: Logi Gunnarsson skorar fyrstu körfu íslenska liðsins en Bretar ætla að ráðast á íslenska teiginn í kvöld og svara strax með körfu þaðan.Leikurinn hafinn, 4-0: Bæði lið klikka á fyrstu sóknum sínum og Logi Gunnarsson stígur svo útaf eftir að Hlynur Bæringsson náði sóknarfrákasti. Bretar skora fyrstu körfu leiksins inn í teig og bæta síðan annarri við á sama stað. Þetta er ekki að byrja nógu vel.Fyrir leik: Nú er þetta að fara að byrja. Þjóðsöngvarnir eru búnir og liðin eru bæði að klára upphitun sína. Þulurinn reynir að keyra upp stemninguna og það er vel mætt í Koparkassann í kvöld þótt að það sé langt frá því að vera fullt hús.Fyrir leik: Craig Pedersen hefur ákveðið að byrja með sama lið og í sigrinum á Bretum í Laugardalshöllinni en það þýðir að Jón Arnór Stefánsson byrjar á bekknum í kvöld. Þeir sem byrja leikinn eru Pavel Ermolinskij, Logi Gunnarsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson. Jón Arnór kemur þó örugglega snemma inn af bekknum.Fyrir leik: Íslenska liðið stillir sér upp í liðsmyndatöku fimmtán mínútum fyrir leik. Á myndinni eru næstum því jafnmargir leikmenn og starfsmenn en það er fjölmennt á bekk íslenska liðsins í kvöld. Það er tekin mynd af breska liðinu skömmu síðar.Fyrir leik: Liðin koma saman inn í höllina og hlaupa einn heiðurshring og fá gott klapp að launum. Það fer vel á milli leikmanna en eftir nokkrar mínútur verður hinsvegar barist upp á líf og dauða.Fyrir leik: Breski þulurinn á leiknum talar um að þetta sé mikilvægasti leikur breska körfuboltalandsliðsins frá upphafi en Bretarnir eru úr leik ef þeir tapa í kvöld. Þetta er líka mikilvægasti leikur strákanna okkar.Fyrir leik: Breska ljónið Leroy, lukkudýr heimamanna, er kominn upp i stúku til að hressa upp á áhorfendur en hann er samt í bláum búning eins og íslenska landsliðið. Bretarnir spila hinsvegar í hvítu í kvöld eins og vaninn er hjá heimaliðunum í körfuboltanum.Fyrir leik: Strákarnir okkar yfirgefa salinn og Craig Pedersen þjálfari fer yfir síðustu hlutina fyrir leikinn. Þetta verður ekki þrumuræða enda Craig ekki hávær eða æstur maður en hann segir örugglega réttu orðin til að kveikja í okkar mönnum.Fyrir leik: Bretarnir funda inn í klefa og íslensku strákarnir nota tækifærið og skjóta á báðar körfurnar í Koparkassanum. Okkar strákar eiga því gólfið þessa stundina og vonandi verður áframhald á því í leiknum sjálfum á eftir.Fyrir leik: Strákarnir eru allir farnir að hita upp og spennan er vissulega að magnast í "Copper Box". Nú er bara að vona að strákarnir okkar nái að stilla spennustigið rétt fyrir þennan afar mikilvæga leik.Fyrir leik: Martin Hermannsson verður í sexunni í kvöld (öfuga níu) en hann lætur Jóni Arnóri eftir níuna að þessu sinni. Elvar Már Friðriksson hefur verið í sexunni í fyrstu þremur leikjum Cragi Pedersen sem þjálfara íslenska liðsins. Fyrir leik: Pavel Ermolinskij var fyrstur inn í sal af leikmönnum íslenska liðsins en skömmu seinna bættust þeir Helgi Már Magnússon og Axel Kárason í hópinn. Þegar íslenska liðið mætti í Koparkassann voru samt leikmenn enska liðsins greinilega búnir að vera að skjóta í dágóðan tíma.Fyrir leik: Íslenska landsliðið tryggir sér annað sætið með sigri í leiknum. Liðið verður þá fjórum stigum á undan Bretlandi og með betri árangur í innbyrðisleikjum þegar aðeins tvö stig eru eftir í pottinum.Fyrir leik: Íslenska körfuboltalandsliðið getur skrifað nýjan kafla í sögu íslenska körfuboltans í kvöld því sigur ætti að nánast gulltryggja liðinu sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sex af sjö liðunum í öðrum sæti riðlanna vinna sér inn farseðil á EM á næsta ári.Fyrir leik: Tapi íslenska liðið með tólf stigum eða minna þá verður íslenska liðið áfram í öðru sæti en Bretar þyrftu þá að vinna í Bosníu til þess að ná öðru sætinu.Fyrir leik: Það er enn ekki vitað hvar úrslitakeppni Evrópumótsins fer fram á næsta ári því Úkraína missti keppnina vegna stríðsástandsins í landinu. Átta þjóðir sóttu um að taka við keppninni af Úkraínumönnum en það eru Króatía, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísrael, Lettland, Pólland og Tyrkland.Fyrir leik: Haukur Helgi Pálsson hefur átt tvo ólíka leiki í undankeppninni. Hann var frábær í fyrri leiknum gegn Bretum (24 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) en lenti bæði í villuvandræðum og í því að meistast í síðasta leik á móti Bosníu (2 stig, 2 fráköst, 0 stoðsendingar á 14 mínútum). Haukur er laskaður en ætlar að fórna sér í leikinn í kvöld og hann er einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins.Fyrir leik: Íslenska liðið fær ekki aðeins Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon inn fyrir leikinn í kvöld því Pavel Ermolinskiji spilaði ekki heldur neitt í síðasta leik en Pavel var hvíldur út í Bosníu. Pavel ætlar að spila leikinn í kvöld eins og hann væri hans síðasti á ferlinum.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson tekur níuna af Martin Hermannssyni í kvöld en það er ekkert öruggt að hann fái samt byrjunarliðssæti Martins líka. Martin byrjaði Bosníuleikinn í stað Pavels Ermolinskij sem er nú leikfær á nýjan leik.Fyrir leik: Elvar Már Friðriksson og Ólafur Ólafsson þurfa að sætta sig við það að fylgjast með leiknum í stúkunni. Þeir misstu sæti sitt í liðinu til reynsluboltanna Jóns Arnórs Stefánssonar og Helga Más Magnússonar.Fyrir leik: Leikurinn fer fram í Koparkassanum í London þar sem íslenska handboltalandsliðið vann alla sína leiki í handboltakeppni Ólympíuleikanna 2012. Ísland er því með hundrað prósent sigurhlutfall í húsinu sem breytist vonandi ekki í kvöld.Fyrir leik: Íslenska liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við strákunum af Svíanum Peter Öqvist í ár. Liðið vann tvo æfingaleiki við Lúxemborg og svo fyrri leikinn við Breta.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson lenti ekki í villuvandræðum í fyrri leiknum við Breta og gat þá verið inn á vellinum í 38 mínútur og 52 sekúndur. Hlynur endaði leikinn með 14 stig og 15 fráköst. Íslenska liðið þarf að hafa fyrirliða sinn sem mest inn á og því má hann ekki lenda í sömu aðstöðu og í Bosníu þegar hann var búinn að fá sína fyrstu villu eftir aðeins 40 sekúndur. Hlynur talaði um að þetta sé síðasta tækifærið til að komast á stórmót fyrir sig og eldri leikmenn liðsins.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson leikur í kvöld sinn fyrsta landsleik síðan 16. ágúst í fyrra þegar hann var með 11 stig og 4 stoðsendingar í 77-71 sigri á Rúmenum í Höllinni. Þremur dögum áður var hann með 32 stig og 62 prósent skotnýtingu í naumu tapi á móti Búlgaríu.Fyrir leik: Bretar fá örugglega góðan stuðning á pöllunum í kvöld en íslenska liðið er tilbúið í allt eftir lífsreynslu sína í Bosníu á sunnudagskvöldið. Hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson var þá í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í Evrópukeppni fyrir framan sjö þúsund öskrandi Bosníumenn.Fyrir leik: Það er nauðsynlegt að byrja vel og enda vel í kvöld en sú var líka raunin í fyrri leiknum. Íslenska liðið komst þá í 20-4 eftir átta og hálfa mínútu og vann síðan síðustu 16 mínúturnar 47-27. Íslenska liðið var því í plús 36 á upphafs- og lokakafla leiksins.Fyrir leik: Það gekk allt upp hjá Hauki Helga Pálssyni og Martin Hermannssyni í fyrri leiknum en þeir skoruðu þá saman 46 stig og hittu ennfremur samanlagt úr 19 af 28 skotum sínum (68 prósent skotnýting).Fyrir leik: Logi Gunnarsson er leikjahæstur í íslenska liðinu með 103 A-landsleiki en hann er ekki eini hundrað landsleikja maðurinn í hópnum. Herbert Arnarson er einn af þremur fararstjórum íslenska liðsins og hann lék á sínum tíma 111 A-landsleiki. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, telur að leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London sé sá stærsti og mikilvægasti á ferlinum. 20. ágúst 2014 09:25 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00 Pedersen: Strákarnir eiga njóta þess að spila svona leik Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, ætlar að passa upp á það að breyta ekki of miklu í leik liðsins þrátt fyrir að liðið hafi endurheimt Jón Arnór Stefánsson. 20. ágúst 2014 14:57 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 23 stig en framlag Harðar Axels Vilhjálmssonar var ómetnalegt ekki síst í seinni hálfleiknum þegar hann skorað 12 af 17 stigum sínum og gaf einnig fjórar stoðsendingar í hálfleiknum. Íslenska liðið kom sér inn í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 28-16 og landaði síðan stórkostlegum sigri á æsispennandi lokamínútum. Fyrsti leikhlutinn var ekki alslæmur en Bretarnir voru með frumkvæðið og skoruðu sjö stig í röð eftir að Logi Gunnarsson kom Íslandi yfir í eina skiptið í leikhlutanum (16-15). Breska liðið var fjórum stigum yfir eftir 1. leikhlutann 22-18. Jón Arnór minnkaði muninn í tvö stig í upphafi annars leikhluta en þá kom slæmur kafli þar sem Bretar skoruðu tíu stig í röð og komust í 32-22. Íslenska liðið lenti mest þrettán stigum undir en tókst að koma muninum niður í tíu stig fyrir hálfleik, 38-28. Það gekk lítið upp í sóknarleiknum í öðrum leikhlutanum (10 stig) og liðið var líka í miklum vandræðum undir körfunni á móti útsjónarsömum Bretum sem höfðu lagað leik sinni mikið frá því í Höllinni. Nú þurfti bara að spýta í lófana og það gerðu íslensku strákarnir svo sannarlega í þriðja leikhlutanum.Bretland - Ísland, Koparkassinn í London 20. ágúst 2014 - Textalýsing*Leikurinn er búinn - Ísland vinnur 71-69 : Hörður Axel klikkar á báðum vítunum en það kemur ekki að sök því vonarskot Breta geigar og Íslendingar fagna sigri. Frábær seinni hálfleikur og þvílík endurkoma. Ísland er á leiðinni á EM. Þessir strákar gefast aldrei upp.40. mín, 69-71: Bretar skora úr hraðaupphlaupi og Haukur Helgi fær sína fimmtu villu þegar 4,5 sekúndur eru eftir. Bretinn klikkar á vítinu og Ísland á boltann þegar 3,2 sekúndur eru eftir. Ísland tekur leikhlé og nú er bara að setja boltann í hendurnar á Jóni.40. mín, 67-71: Jón Arnór smellir niður rosalegum þristi þegar 46 sekúndur eru eftir.39. mín, 67-68: Jón Arnór setur niður tvö víti þegar 1:20 mín er eftir en Bretar svara með troðslu eftir sóknarfrákast.39. mín, 65-66: Dan Clark skorar heppniskörfu og fær víti að auki. Hlynur meiðist og þarf að fara af velli. Þetta gæti orðið afdrifaríkt en Clark skorar úr vítinu. Ein og hálf eftir.38. mín, 62-66: Hörður Axel fer á vítalínuna og skorar úr báðum vítunum. Hann er kominn með 17 stig og 5 stoðsendingar í kvöld.38. mín, 60-64: Bretar skora baráttukörfu eftir sóknarfrákast og minnka muninn í eitt stig en Hörður Axel svarar með hraðaupphlaupsþristi eftir stoðsendingu frá Jóni.36. mín, 56-61: Haukur Helgi svarar kallinu og skorar laglega körfu sem kemur íslenska liðinu sex stigum yfir. Fyrstu stigin í leiknum í um þrjár mínútur. Bretar taka leikhlé.35. mín, 56-59: Bæði lið eru að gera mistök þessar mínútur og þau eru ekki búin að skora stig í langan tíma. Nú væri gott á fá körfu.33. mín, 56-59: Ísland tekur leikhlé. Liðið er þremur stigum eftir frábæra endurkomu en það eru sjö mínútur eftir og vona á spretti frá heimamönnum. Áhorfendur hafa ekki látið mikið í sér heyra í seinni hálfleiknum en taka nú upp á því að púa á dómara leiksins.32. mín, 54-59: Hörður Axel skelli niður flottum þristi og kemur Íslandi fimm stigum yfir. Baráttan er til fyrirmyndar í seinni hálfleiknum.4. leikhluti hafinn, 54-56: Íslenska liðið byrjar með boltann en nær ekki að auka muninn í fyrstu sókn lokaleikhlutans.3. leikhluti búinn, 54-56: Jón Arnór fékk mikilvægar mínútur í hvíld í lok leikhlutans og strákarnir spiluðu vel án hans. Helgi Már Magnússon endaði leikhlutann á því að setja niður þrist og koma Íslandi í fyrsta sinn yfir síðan í fyrsta leikhluta. Hörður Axel átti stoðsendinguna á Helga en Hörður er að spila mjög vel í seinni hálfleiknum. Hörður Axel gaf fjórar stoðsendingar í þriðja og skoraði líka fjögur stig.28. mín, 52-47: Fjögur stig Breta í röð og þeir halda frumkvæðinu. Nú má ekki missa þá aftur frá sér.27. mín, 48-47: Jón Arnór kominn með 18 stig eftir þriðja þristinn sinn. Munurinn er nú eitt stig.26. mín, 46-44: Frábær hreyfing hjá Hlyni og hann kemur þessu niður í tvö stig. Íslenska liðið berst nú út um allan völl og nú er bara að halda áfram á þessari braut.25. mín, 46-42: Pavel skellir niður þristi eftir sóknarfrákast og stoðsendingu frá Herði. Frábær kafli hjá íslenska liðinu með Hörð í fararbroddi, munurinn er kominn niður í fjögur stig og Bretar taka leikhlé.25. mín, 46-39: Haukur Helgi skorar þrist en lætur svo verja frá sér troðslutilraun í hraðaupphlaupi. Hörður Axel stelur hinsvegar boltanum og treður. Fer þetta að falla með strákunum en munurinn er kominn niður í sjö stig.23. mín, 46-34: Jón Arnór hefur skorað sex fyrstu stig íslenska liðsins í seinni hálfleik en hann gerir þetta ekki einn. Íslenska vörnin þarf lika að fara að stoppa hinum megin. Nú þarf þetta að fara í gang.22. mín, 44-31: Bretar byrja seinni hálfleikinn á því að setja þrista í tveimur fyrstu skotum sínum. Þetta verður erfitt ef þeir fara að raða niður þristunum í þriðja leikhlutanum.Seinni hálfleikur hafinn, 38-28: Jón Arnór byrjar seinni hálfleikinn með Herði, Pavel, Hauki og Hlyn.Hálfleikur: Íslensku strákarnir þurfa frábæran seinni hálfleik ætli þeir sér að komast á EM í kvöld. Það hefur lítið gengið upp og liðið er í miklum vandræðum undir körfunni á móti útsjónarsömum Bretum sem hafa lagað leik sinni mikið frá því í Höllinni.Hálfleikur: Jón Arnór hefur hitt úr 4 af 7 skotum sínum í fyrri hálfleiknum en restin af íslenska liðinu hefur aðeins nýtt 8 af 23 skotum sínum sem er ekki nógu gott. Íslenska liðið þarf nauðsynlega að fá fleiri skorara í gang en lykilatriði að ráða betur við stóru leikmenn Breta. Breska liðið hefur nýtt 54 prósent skota sinna í leiknum.Hálfleikur, 38-28: Íslenska liðið er 10 stigum undir á móti markvissu bresku liðið sem hefur spilað upp á veikleika íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Jón Arnór Stefánsson er stigahæstur í íslenska liðinu í hálfleik með 9 stig.20. mín, 38-28: Jón Arnór fiskar ruðning og íslenska liðið fær boltann þegar 8,3 sekúndur eru eftir. Ísland tekur leikhlé og skipuleggur lokasókn sína í fyrri hálfleiknum.20. mín, 37-28: Hlynur með frábær tilþrif. Tekur sóknarfrákast en skellur síðan í gólfinu. Hlynur hættir ekkert og sér Martin lauma sér upp að körfunni. Martin fær frábæra sendingu að launum og minnkar muninn í níu stig.18. mín, 37-24: Íslenska vörnin er í vandræðum á móti breska liðinu sem sækir mikið inn í teig. Íslenska sóknin gengur líka illa enda menn ekki að hitta vel. Munurinn er 13 stig og íslenska liðið þarf nauðsynlega að enda fyrri hálfleikinn á góðum spretti.16. mín, 32-24: Jón Arnór skorar úr hraðaupphlaupi eftir sendingu frá Martin og stoppar 10-0 sprett breska liðsins. Hlynur minnkar muninn síðan í átta stig strax í næstu sókn.15. mín, 31-20: Það gengur allt upp hjá Bretum þessar mínúturnar og þeir skora og fá víti að auki. Breska liðið er búið að skora níu stig, munurinn er orðinn 11 stig og Craig Pedersen tekur leikhlé. Nú þurfa okkar menn að fara að komast í gang og snúa þessu okkur í hag ef ekki á illa að fara.14. mín, 29-20: Jón Arnór stelur boltanum en Logi er aftur óheppinn og stígur í annað skiptið útaf í horninu. Bretar skella niður þristi og eru komnir níu stigum yfir.12. mín, 26-20: Jón Arnór minnkar muninn í tvö stig en Bretar svara strax með tveimur körfum inn í teig. Bretar eru áfram með frumkvæðið í leiknum.1. leikhluti búinn, 22-18: Lokaskot leikhlutans klikkar hjá Loga og Ísland er fjórum stigum undir. Íslenska liðið er í samt í all í lagi málum og á líka mikið inni. Jón Arnór og Logi eru stigahæstir með fimm stig hvor. Bretarnir fara mikið inn í teiginn og það er ekki auðvelt verkefni fyrir mun lávaxnara lið Íslands.9. mín, 22-16: Bretar svara strax með þremur körfum í röð og munurinn er aftur orðinn sex stig. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér meðbyrinn að komast yfir.8. mín, 15-16: Logi Gunnarsson kemur Íslandi yfir í fyrsta sinn með þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Martin sem er kominn inn.8. mín, 15-13: Hlynur skorar eftir flotta stoðsendingu frá Jóni Arnóri.6. mín, 12-11: Íslenska liðið vinnur boltann og Jón Arnór skorar þriggja stiga körfu í hraðaupphlaupi. Jón Arnór strax kominn með fimm stig í leiknum. Þetta skot leit mjög vel út.6. mín, 12-8: Dan Clark skellir niður þrist fyrir Breta en Jón Arnór svarar með góðri körfu hinum megin.5. mín, 9-6: Hlynur er búinn að vera grimmur í fráköstunum í upphafi leiks og hann setur síðan annað af tveimur vítum sínum niður.4. mín, 9-5: Hörður Axel Vilhjálmsson setur niður þrist en Bretar svara strax með þristi. Jón Arnór kemur inná fyrir Loga.3. mín, 6-2: Logi Gunnarsson skorar fyrstu körfu íslenska liðsins en Bretar ætla að ráðast á íslenska teiginn í kvöld og svara strax með körfu þaðan.Leikurinn hafinn, 4-0: Bæði lið klikka á fyrstu sóknum sínum og Logi Gunnarsson stígur svo útaf eftir að Hlynur Bæringsson náði sóknarfrákasti. Bretar skora fyrstu körfu leiksins inn í teig og bæta síðan annarri við á sama stað. Þetta er ekki að byrja nógu vel.Fyrir leik: Nú er þetta að fara að byrja. Þjóðsöngvarnir eru búnir og liðin eru bæði að klára upphitun sína. Þulurinn reynir að keyra upp stemninguna og það er vel mætt í Koparkassann í kvöld þótt að það sé langt frá því að vera fullt hús.Fyrir leik: Craig Pedersen hefur ákveðið að byrja með sama lið og í sigrinum á Bretum í Laugardalshöllinni en það þýðir að Jón Arnór Stefánsson byrjar á bekknum í kvöld. Þeir sem byrja leikinn eru Pavel Ermolinskij, Logi Gunnarsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson. Jón Arnór kemur þó örugglega snemma inn af bekknum.Fyrir leik: Íslenska liðið stillir sér upp í liðsmyndatöku fimmtán mínútum fyrir leik. Á myndinni eru næstum því jafnmargir leikmenn og starfsmenn en það er fjölmennt á bekk íslenska liðsins í kvöld. Það er tekin mynd af breska liðinu skömmu síðar.Fyrir leik: Liðin koma saman inn í höllina og hlaupa einn heiðurshring og fá gott klapp að launum. Það fer vel á milli leikmanna en eftir nokkrar mínútur verður hinsvegar barist upp á líf og dauða.Fyrir leik: Breski þulurinn á leiknum talar um að þetta sé mikilvægasti leikur breska körfuboltalandsliðsins frá upphafi en Bretarnir eru úr leik ef þeir tapa í kvöld. Þetta er líka mikilvægasti leikur strákanna okkar.Fyrir leik: Breska ljónið Leroy, lukkudýr heimamanna, er kominn upp i stúku til að hressa upp á áhorfendur en hann er samt í bláum búning eins og íslenska landsliðið. Bretarnir spila hinsvegar í hvítu í kvöld eins og vaninn er hjá heimaliðunum í körfuboltanum.Fyrir leik: Strákarnir okkar yfirgefa salinn og Craig Pedersen þjálfari fer yfir síðustu hlutina fyrir leikinn. Þetta verður ekki þrumuræða enda Craig ekki hávær eða æstur maður en hann segir örugglega réttu orðin til að kveikja í okkar mönnum.Fyrir leik: Bretarnir funda inn í klefa og íslensku strákarnir nota tækifærið og skjóta á báðar körfurnar í Koparkassanum. Okkar strákar eiga því gólfið þessa stundina og vonandi verður áframhald á því í leiknum sjálfum á eftir.Fyrir leik: Strákarnir eru allir farnir að hita upp og spennan er vissulega að magnast í "Copper Box". Nú er bara að vona að strákarnir okkar nái að stilla spennustigið rétt fyrir þennan afar mikilvæga leik.Fyrir leik: Martin Hermannsson verður í sexunni í kvöld (öfuga níu) en hann lætur Jóni Arnóri eftir níuna að þessu sinni. Elvar Már Friðriksson hefur verið í sexunni í fyrstu þremur leikjum Cragi Pedersen sem þjálfara íslenska liðsins. Fyrir leik: Pavel Ermolinskij var fyrstur inn í sal af leikmönnum íslenska liðsins en skömmu seinna bættust þeir Helgi Már Magnússon og Axel Kárason í hópinn. Þegar íslenska liðið mætti í Koparkassann voru samt leikmenn enska liðsins greinilega búnir að vera að skjóta í dágóðan tíma.Fyrir leik: Íslenska landsliðið tryggir sér annað sætið með sigri í leiknum. Liðið verður þá fjórum stigum á undan Bretlandi og með betri árangur í innbyrðisleikjum þegar aðeins tvö stig eru eftir í pottinum.Fyrir leik: Íslenska körfuboltalandsliðið getur skrifað nýjan kafla í sögu íslenska körfuboltans í kvöld því sigur ætti að nánast gulltryggja liðinu sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sex af sjö liðunum í öðrum sæti riðlanna vinna sér inn farseðil á EM á næsta ári.Fyrir leik: Tapi íslenska liðið með tólf stigum eða minna þá verður íslenska liðið áfram í öðru sæti en Bretar þyrftu þá að vinna í Bosníu til þess að ná öðru sætinu.Fyrir leik: Það er enn ekki vitað hvar úrslitakeppni Evrópumótsins fer fram á næsta ári því Úkraína missti keppnina vegna stríðsástandsins í landinu. Átta þjóðir sóttu um að taka við keppninni af Úkraínumönnum en það eru Króatía, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísrael, Lettland, Pólland og Tyrkland.Fyrir leik: Haukur Helgi Pálsson hefur átt tvo ólíka leiki í undankeppninni. Hann var frábær í fyrri leiknum gegn Bretum (24 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) en lenti bæði í villuvandræðum og í því að meistast í síðasta leik á móti Bosníu (2 stig, 2 fráköst, 0 stoðsendingar á 14 mínútum). Haukur er laskaður en ætlar að fórna sér í leikinn í kvöld og hann er einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins.Fyrir leik: Íslenska liðið fær ekki aðeins Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon inn fyrir leikinn í kvöld því Pavel Ermolinskiji spilaði ekki heldur neitt í síðasta leik en Pavel var hvíldur út í Bosníu. Pavel ætlar að spila leikinn í kvöld eins og hann væri hans síðasti á ferlinum.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson tekur níuna af Martin Hermannssyni í kvöld en það er ekkert öruggt að hann fái samt byrjunarliðssæti Martins líka. Martin byrjaði Bosníuleikinn í stað Pavels Ermolinskij sem er nú leikfær á nýjan leik.Fyrir leik: Elvar Már Friðriksson og Ólafur Ólafsson þurfa að sætta sig við það að fylgjast með leiknum í stúkunni. Þeir misstu sæti sitt í liðinu til reynsluboltanna Jóns Arnórs Stefánssonar og Helga Más Magnússonar.Fyrir leik: Leikurinn fer fram í Koparkassanum í London þar sem íslenska handboltalandsliðið vann alla sína leiki í handboltakeppni Ólympíuleikanna 2012. Ísland er því með hundrað prósent sigurhlutfall í húsinu sem breytist vonandi ekki í kvöld.Fyrir leik: Íslenska liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við strákunum af Svíanum Peter Öqvist í ár. Liðið vann tvo æfingaleiki við Lúxemborg og svo fyrri leikinn við Breta.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson lenti ekki í villuvandræðum í fyrri leiknum við Breta og gat þá verið inn á vellinum í 38 mínútur og 52 sekúndur. Hlynur endaði leikinn með 14 stig og 15 fráköst. Íslenska liðið þarf að hafa fyrirliða sinn sem mest inn á og því má hann ekki lenda í sömu aðstöðu og í Bosníu þegar hann var búinn að fá sína fyrstu villu eftir aðeins 40 sekúndur. Hlynur talaði um að þetta sé síðasta tækifærið til að komast á stórmót fyrir sig og eldri leikmenn liðsins.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson leikur í kvöld sinn fyrsta landsleik síðan 16. ágúst í fyrra þegar hann var með 11 stig og 4 stoðsendingar í 77-71 sigri á Rúmenum í Höllinni. Þremur dögum áður var hann með 32 stig og 62 prósent skotnýtingu í naumu tapi á móti Búlgaríu.Fyrir leik: Bretar fá örugglega góðan stuðning á pöllunum í kvöld en íslenska liðið er tilbúið í allt eftir lífsreynslu sína í Bosníu á sunnudagskvöldið. Hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson var þá í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í Evrópukeppni fyrir framan sjö þúsund öskrandi Bosníumenn.Fyrir leik: Það er nauðsynlegt að byrja vel og enda vel í kvöld en sú var líka raunin í fyrri leiknum. Íslenska liðið komst þá í 20-4 eftir átta og hálfa mínútu og vann síðan síðustu 16 mínúturnar 47-27. Íslenska liðið var því í plús 36 á upphafs- og lokakafla leiksins.Fyrir leik: Það gekk allt upp hjá Hauki Helga Pálssyni og Martin Hermannssyni í fyrri leiknum en þeir skoruðu þá saman 46 stig og hittu ennfremur samanlagt úr 19 af 28 skotum sínum (68 prósent skotnýting).Fyrir leik: Logi Gunnarsson er leikjahæstur í íslenska liðinu með 103 A-landsleiki en hann er ekki eini hundrað landsleikja maðurinn í hópnum. Herbert Arnarson er einn af þremur fararstjórum íslenska liðsins og hann lék á sínum tíma 111 A-landsleiki.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, telur að leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London sé sá stærsti og mikilvægasti á ferlinum. 20. ágúst 2014 09:25 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00 Pedersen: Strákarnir eiga njóta þess að spila svona leik Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, ætlar að passa upp á það að breyta ekki of miklu í leik liðsins þrátt fyrir að liðið hafi endurheimt Jón Arnór Stefánsson. 20. ágúst 2014 14:57 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, telur að leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London sé sá stærsti og mikilvægasti á ferlinum. 20. ágúst 2014 09:25
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00
Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00
Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15
Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00
Pedersen: Strákarnir eiga njóta þess að spila svona leik Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, ætlar að passa upp á það að breyta ekki of miklu í leik liðsins þrátt fyrir að liðið hafi endurheimt Jón Arnór Stefánsson. 20. ágúst 2014 14:57