Fed-Ex bikarinn hefst í kvöld - Heldur McIlroy uppteknum hætti? 21. ágúst 2014 11:41 Rory McIlroy hefur leikið frábærlega undanfarnar vikur. AP/Getty Spennustigið á PGA-mótaröðinni mun aukast gífurlega á komandi vikum en fyrsta mótið í Fed-Ex bikarnum, Barclays meistaramótið, hefst í dag á Ridgewood vellinum. Þeir 125 kylfingar sem hafa safnað sér flestum Fed-Ex stigum yfir tímabilið á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt um helgina og því eru nánast allir bestu kylfingar heims skráðir til leiks. Í komandi mótum mun þeim síðan fækka jafnt og þétt en aðeins 30 kylfingar fá að taka þátt í lokamótinu sem fram fer á hinum magnaða East lake velli um miðjan september. Verðlaunaféð í Fed-Ex bikarnum er gífurlega hátt en alls er spilað um 35 milljónir dollara eða rúmlega fjóra milljarða króna. Til að setja þetta í samhengi fær sá kylfingur sem endar í 91. sæti á Fed-Ex stigalistanum 80.000 dollara í sinn hlut eða rúmlega 9.3 milljónir króna á meðan að sigurvegarinn fær heilar 10 milljónir dollara eða 1.1 milljarð íslenskra króna. Svíinn Henrik Stenson sigraði Fed-Ex bikarinn í fyrra en Rory McIlroy leiðir stigalistann þetta árið. Það verður áhugavert að sjá hvort að eitthvað stöðvar Norður-Írann unga en hann hefur á undanförnum vikum spilað ótrúlegt golf og unnið tvo risatitla ásamt því að hafa sigrað á Bridgestone heimsmótinu í golfi. Barclays meistaramótið verður sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í dag. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spennustigið á PGA-mótaröðinni mun aukast gífurlega á komandi vikum en fyrsta mótið í Fed-Ex bikarnum, Barclays meistaramótið, hefst í dag á Ridgewood vellinum. Þeir 125 kylfingar sem hafa safnað sér flestum Fed-Ex stigum yfir tímabilið á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt um helgina og því eru nánast allir bestu kylfingar heims skráðir til leiks. Í komandi mótum mun þeim síðan fækka jafnt og þétt en aðeins 30 kylfingar fá að taka þátt í lokamótinu sem fram fer á hinum magnaða East lake velli um miðjan september. Verðlaunaféð í Fed-Ex bikarnum er gífurlega hátt en alls er spilað um 35 milljónir dollara eða rúmlega fjóra milljarða króna. Til að setja þetta í samhengi fær sá kylfingur sem endar í 91. sæti á Fed-Ex stigalistanum 80.000 dollara í sinn hlut eða rúmlega 9.3 milljónir króna á meðan að sigurvegarinn fær heilar 10 milljónir dollara eða 1.1 milljarð íslenskra króna. Svíinn Henrik Stenson sigraði Fed-Ex bikarinn í fyrra en Rory McIlroy leiðir stigalistann þetta árið. Það verður áhugavert að sjá hvort að eitthvað stöðvar Norður-Írann unga en hann hefur á undanförnum vikum spilað ótrúlegt golf og unnið tvo risatitla ásamt því að hafa sigrað á Bridgestone heimsmótinu í golfi. Barclays meistaramótið verður sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í dag.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira