Sigmundur Davíð: Traustvekjandi að sjá fagmennskuna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. ágúst 2014 17:30 „Það er auðvitað mjög traustvekjandi að sjá hversu mikil fagmennska er á ferð í Almannvörnum á Íslandi. Hvað menn hafa í raun unnið þetta vel og lært mikið af reynslu undanfarinna ára og áratuga. Þannig að hér hjá Almannavörnum og öllum sem hjá þeim starfa eru menn með allt á hreinu og fyrir vikið er maður mikið rólegri, hvert sem framhaldið verður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Birtu Björnsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, eftir fund sem hann sat í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag. Sigmundur sagði að á fundinum hefði verið farið yfir hugsanleg viðbrögð við gosinu sem talið er að sé hafið undir Dyngjujökli. Sigmundur sagði að verið væri að fara yfir hvernig „yrði brugðist við ólíkum sviðsmyndum.“ Ásamt Sigmundi Davíð sátu þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum fundinn í Skógarhlíð, eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Sigmundur hrósaði Almannavörnum einnig á Facebook-síðu sinni. Þar sló hann á létta strengi og sagði það uppörvandi að starfsmennirnir í Samhæfingarmiðstöðinni væru að drekka gos og borða hraun. Innslag hans á Facebook má sjá hér að neðan.Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Það er auðvitað mjög traustvekjandi að sjá hversu mikil fagmennska er á ferð í Almannvörnum á Íslandi. Hvað menn hafa í raun unnið þetta vel og lært mikið af reynslu undanfarinna ára og áratuga. Þannig að hér hjá Almannavörnum og öllum sem hjá þeim starfa eru menn með allt á hreinu og fyrir vikið er maður mikið rólegri, hvert sem framhaldið verður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Birtu Björnsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, eftir fund sem hann sat í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag. Sigmundur sagði að á fundinum hefði verið farið yfir hugsanleg viðbrögð við gosinu sem talið er að sé hafið undir Dyngjujökli. Sigmundur sagði að verið væri að fara yfir hvernig „yrði brugðist við ólíkum sviðsmyndum.“ Ásamt Sigmundi Davíð sátu þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum fundinn í Skógarhlíð, eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Sigmundur hrósaði Almannavörnum einnig á Facebook-síðu sinni. Þar sló hann á létta strengi og sagði það uppörvandi að starfsmennirnir í Samhæfingarmiðstöðinni væru að drekka gos og borða hraun. Innslag hans á Facebook má sjá hér að neðan.Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Eldgos hafið í Dyngjujökli Eldgosið er lítið samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna 23. ágúst 2014 14:19
Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45