Skjálftavirkni mikil í nótt Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 06:45 Stórir skjálftar hafa mælst í nótt beint undir Bárðarbungu Vísir/Sveinn Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag. Bárðarbunga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag.
Bárðarbunga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum