Helsta hættan er að týnast í öskuskýi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2014 12:36 Vísir/Vilhelm Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga. Bárðarbunga Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga.
Bárðarbunga Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira