Helsta hættan er að týnast í öskuskýi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2014 12:36 Vísir/Vilhelm Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga. Bárðarbunga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga.
Bárðarbunga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira