Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2014 13:32 Myndirnar eru teknar úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif og úrvinnsla var gerð af Jarðvísindastofnun HÍ. Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. Þetta kemur fram í grein Magnúsar Tuma Guðmundssonar á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Orsakir aukins óróa hljóta því að hafa verið aðrar en eldgos.“ Meðfylgjandi myndir eru ratsjármyndir af af Dyngjujökli og Bárðarbungu frá því kl. 16 í gær. Til samanburðar er ASTER gervitunglamynd frá því í nóvember 2000.Magnús Tumi segir að reynsla af eldgosum undir jökli sýni að þeim fylgi mikil bráðnun íss. „Jafnvel smæsta gerð af gosi hefði aukið rennsli Jökulsár á Fjöllum um á að giska 100 rúmmetra á sekúndu.“ Þá renni vatn oftast jafnharðan með botni frá gosstað að jökuljaðri. „Ef gos verður síðsumars á leysingasvæði jökuls, þegar rennslisleiðir undir jöklinum eru vel opnar, má reikna með að rennsli vatnsins frá gosstað taki skamma stund. Má t.d. reikna með að gos 5 kílómetra innan jaðars valdi verulegum vatnavöxtum eða hlaupi um eða innan við klukkustund frá því gos hefst.“ Einnig að sá tími sem það taki eldgos að bræða sig í gegnum jökul sé háður kvikuflæði í gosinu sem og þykkt íssins. „Gosið í Grímsvötnum fór til dæmis gegnum 150 metra þykkan jökul á um einni klukkustund meðan það tók Gjálpargosið, sem var töluvert öflugra, rúma 30 tíma að bræða sig gegnum 600 metra þykkan jökul.“ „Af ofangreindu má meðal annars ráða að ef gos brýst út undir 500 metra þykkum ís í Dyngjujökli verður að reikna með að hlaupvatn komi undan jökli mörgum klukkustundum áður en goss nær upp til yfirborðs.“ Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. Þetta kemur fram í grein Magnúsar Tuma Guðmundssonar á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Orsakir aukins óróa hljóta því að hafa verið aðrar en eldgos.“ Meðfylgjandi myndir eru ratsjármyndir af af Dyngjujökli og Bárðarbungu frá því kl. 16 í gær. Til samanburðar er ASTER gervitunglamynd frá því í nóvember 2000.Magnús Tumi segir að reynsla af eldgosum undir jökli sýni að þeim fylgi mikil bráðnun íss. „Jafnvel smæsta gerð af gosi hefði aukið rennsli Jökulsár á Fjöllum um á að giska 100 rúmmetra á sekúndu.“ Þá renni vatn oftast jafnharðan með botni frá gosstað að jökuljaðri. „Ef gos verður síðsumars á leysingasvæði jökuls, þegar rennslisleiðir undir jöklinum eru vel opnar, má reikna með að rennsli vatnsins frá gosstað taki skamma stund. Má t.d. reikna með að gos 5 kílómetra innan jaðars valdi verulegum vatnavöxtum eða hlaupi um eða innan við klukkustund frá því gos hefst.“ Einnig að sá tími sem það taki eldgos að bræða sig í gegnum jökul sé háður kvikuflæði í gosinu sem og þykkt íssins. „Gosið í Grímsvötnum fór til dæmis gegnum 150 metra þykkan jökul á um einni klukkustund meðan það tók Gjálpargosið, sem var töluvert öflugra, rúma 30 tíma að bræða sig gegnum 600 metra þykkan jökul.“ „Af ofangreindu má meðal annars ráða að ef gos brýst út undir 500 metra þykkum ís í Dyngjujökli verður að reikna með að hlaupvatn komi undan jökli mörgum klukkustundum áður en goss nær upp til yfirborðs.“
Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira