Hunter Mahan sigraði með glæsibrag á Barclays 24. ágúst 2014 22:19 Mahan lék frábærlega um helgina. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði í kvöld á sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann lék best allra á Barclays mótinu sem fram fór á Ridgewood vellinum. Lokahringurinn var mjög spennandi en margir sterkir kylfingar skiptust á að taka forystuna framan af. Það var þó Mahan sem setti í nýjan gír á seinni níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla, þrjú pör og einn skolla. Mahan sigraði að lokum með tveimur höggum eftir lokahring upp á 65 högg en hann endaði mótið á samtals 14 höggum undir pari.Cameron Tringale, Jason Day og Stuart Appleby deildu öðru sætinu á 12 höggum undir pari en Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt komu þar á eftir á 11 undir pari.Rory McIlroy byrjaði mótið illa og náði aldrei að blanda sér í baráttu efstu manna en hann endaði að lokum í 22. sæti á fimm höggum undir pari. Þá nagar Jim Furyk sig eflaust í handabökin en eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn endaði hann í áttunda sæti á 10 höggum undir pari. Síðan að Furyk sigraði síðast á PGA-mótaröðinni árið 2010 hefur hann átta sinnum leitt fyrir lokahringinn en ávalt misst niður forystuna. Hann á því greinilega erfitt með að leika vel undir pressu en með örlítið meiri heppni gæti þessi vinsæli kylfingur blandað sér í baráttuna um Fed-Ex bikarinn á næstu vikum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Deutsche Bank meistaramótið sem fram fer á TPC Boston vellinum en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir í Fed-Ex bikarnum þátttökurétt.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira