Körfubolti

Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, okkar fremsti körfuboltamaður, í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2.

Í viðtalinum, sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, ræðir Jón m.a. um framtíðina hjá sér, en hann segist eiga í viðræðum við spænska liðið Malaga og Darüşşafaka Doğuş frá Tyrklandi, en þess sem hann er með tilboð frá Belgíu.


Tengdar fréttir

Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM

Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik.

Logi: Við erum allir eins og bræður

Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu.

Gleymdi dóttur sinni í sigurvímu

"Þetta var náttúrulega með ólíkindum. Ég veit ekki hvar ég var eftir þennan leik,“ segir körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson.

Pedersen er sannkallaður endurkomumeistari

Craig Pedersen, þjálfari körfuboltalandsliðsins, er vanur því að lið hans komi til baka. Það gerðist með ótrúlegum hætti í úrslitum danska bikarsins í fyrra og hefur gerst í öllum þremur leikjum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×