Tímabilið á Spáni var rosalega erfitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2014 07:00 Hörður Axel í fyrri leiknum gegn Bretlandi í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Sem kunnugt er vann íslenska körfuboltalandsliðið frækinn sigur á Bretlandi í Koparkassanum í London á miðvikudaginn. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu framan af, en snemma í þriðja leikhluta voru Bretar 13 stigum yfir (44-31). En með mikilli baráttu og vel útfærðum leik komu Íslendingar sér inn í leikinn, jöfnuðu metin og unnu að lokum tveggja stiga sigur, 69-71, sem fór langt með að tryggja liðinu sæti í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári.Hörður Axel Vilhjálmsson var næststigahæstur með 17 stig, sem er persónulegt stigamet í landsleik hjá honum. Hörður setti einnig persónulegt met í leiknum gegn Bosníu ytra þar sem hann skoraði 14 stig og hitti úr sex af átta skotum sem hann tók.Leikkerfin henta mér betur Hörður virðist finna sig vel undir stjórn Kanadamannsins Craigs Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu, en fjórir af sex stigahæstu leikjum Harðar með landsliðinu voru á þessu ári. „Mitt hlutverk hefur breyst. Við erum að spila öðruvísi leikkerfi hjá Craig en hjá Peter (Ökvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara) og þau henta mér betur. Þau eru líkari því sem ég hef verið að spila úti, þannig að það var auðveldara fyrir mig að aðlagast þeim en í fyrra og í raun frá því ég byrjaði í landsliðinu. Ég hef ekki fundið mig í þeim leikstíl sem landsliðið hefur verið að spila í gegnum tíðina,“ sagði Hörður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann bætti við að hann fengi boltann í betri stöðum en áður: „Ég fæ boltann ekki lengur í stöðum sem ég er ekki góður í. Ég er þannig leikmaður að ég er mjög góður í sumu og ekki jafn góður í öðru. Ef ég er ekki nýttur rétt á ég það til að líta illa út.“Svöruðum gagnrýnisröddum Skömmu áður en Ísland hóf leik í undankeppninni var það gefið út að Jón Arnór Stefánsson yrði ekki með íslenska liðinu vegna tryggingamála. Hörður segir að þrátt fyrir áfallið hafi fjarvera Jóns Arnórs þjappað hópnum saman: „Ég held, eftir á að hyggja, að það hafi gert okkur gott,“ sagði Hörður og bætti við: „Það fékk okkur til hugsa um að nú væri kominn tími til að sýna almennilega hvað við gætum. Við höfum oft verið gagnrýndir síðustu ár fyrir að treysta of mikið á Jón Arnór; að hann taki alltof mikla ábyrgð og aðrir stígi ekki nægilega mikið upp eins og þeir ættu að gera. En ég held að við höfum svarað ansi mörgum gagnrýnisröddum í þessum tveimur leikjum sem hann var ekki með.“ Jón Arnór sneri svo aftur fyrir útileikinn gegn Bretlandi þar sem hann skoraði 23 stig eins og áður sagði. Hörður sagði innkomu hans hafa skipt sköpum: „Hann er auðvitað ómissandi, það er engin lygi. Og hann er okkar langbesti leikmaður. Hann skoraði mikilvægar körfur og það var ómetanlegt að hafa hann í þessum leik.“Hörður Axel á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/DaníelKominn á kunnuglegar slóðir Hörður er nýgenginn í raðir þýska liðsins Mitteldeutscher frá Valladolid sem hann lék með á síðustu leiktíð. Lítið gekk hjá spænska liðinu í fyrra en það vann aðeins þrjá leiki af 34 og endaði í neðsta sæti. Hörður segir tímabilið í fyrra hafa verið martröð líkast: „Þetta voru svakaleg vonbrigði. Það gekk ekki neitt upp hjá neinum í kringum liðið. Við fengum aðeins viku til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik sem var gegn Real Madrid. Og um morguninn á leikdegi hvarf sá sem átti að vera aðalmaðurinn í liðinu. Það var afskaplega táknrænt fyrir tímabilið hjá okkur.“ Hörður segist ánægður með að vera kominn aftur til Þýskalands, en hann þekkir vel til hjá Mitteldeutscher – sem er staðsett í borginni Weißenfels sem er skammt frá Leipzig – enda lék hann með liðinu á árunum 2011-2013. „Mér og konunni líður ofboðslega vel þarna og það skipti miklu máli þegar við vorum að ákveða hvert við ættum að fara,“ sagði Hörður og bætti við: „Tímabilið á Spáni var rosalega erfitt, bæði andlega og líkamlega, og það er gott að vera kominn aftur í kunnuglegt umhverfi þar sem ég get notið þess að spila körfubolta á ný.“ Hörður hjálpaði Mittheldeutscher að komast upp í úrvalsdeildina tímabilið 2011-12 og tímabilið á eftir var hann í lykilhlutverki þegar liðið hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Hörður skoraði þá 9,6 stig og gaf þrjár stoðsendingar á rúmum 23 mínútum að meðaltali í leik. „Ég kem bara inn í sama hlutverk og ég var í áður, sem aðalleikstjórnandi liðsins. Ég býst við að spila svipað margar mínútur og áður, ef ekki fleiri.“Eigum skilið að fá fulla höll Ísland leikur sinn síðasta leik í undankeppninni gegn Bosníu á miðvikudaginn, en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hörður segir Ísland eiga mikla möguleika gegn þessu sterka liði, en Bosnía vann fyrri leik liðanna Í Tuzla með tíu stiga mun, 72-62. „Ég býst við hörkuleik og við erum hvergi bangnir. Við sáum það í leiknum ytra að við eigum í fullu tré við þetta lið og það þarf ekkert kraftaverk til að vinna það.“ Hörður sagðist enn fremur vonast eftir fullri Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið: „Ég held að það hafi aldrei verið uppselt eða full höll síðan ég byrjaði í landsliðinu og það væri rosalega gaman að upplifa það. Og mér finnst við eiga það skilið, allavega meira en áður,“ sagði Hörður að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Sem kunnugt er vann íslenska körfuboltalandsliðið frækinn sigur á Bretlandi í Koparkassanum í London á miðvikudaginn. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu framan af, en snemma í þriðja leikhluta voru Bretar 13 stigum yfir (44-31). En með mikilli baráttu og vel útfærðum leik komu Íslendingar sér inn í leikinn, jöfnuðu metin og unnu að lokum tveggja stiga sigur, 69-71, sem fór langt með að tryggja liðinu sæti í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári.Hörður Axel Vilhjálmsson var næststigahæstur með 17 stig, sem er persónulegt stigamet í landsleik hjá honum. Hörður setti einnig persónulegt met í leiknum gegn Bosníu ytra þar sem hann skoraði 14 stig og hitti úr sex af átta skotum sem hann tók.Leikkerfin henta mér betur Hörður virðist finna sig vel undir stjórn Kanadamannsins Craigs Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu, en fjórir af sex stigahæstu leikjum Harðar með landsliðinu voru á þessu ári. „Mitt hlutverk hefur breyst. Við erum að spila öðruvísi leikkerfi hjá Craig en hjá Peter (Ökvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara) og þau henta mér betur. Þau eru líkari því sem ég hef verið að spila úti, þannig að það var auðveldara fyrir mig að aðlagast þeim en í fyrra og í raun frá því ég byrjaði í landsliðinu. Ég hef ekki fundið mig í þeim leikstíl sem landsliðið hefur verið að spila í gegnum tíðina,“ sagði Hörður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann bætti við að hann fengi boltann í betri stöðum en áður: „Ég fæ boltann ekki lengur í stöðum sem ég er ekki góður í. Ég er þannig leikmaður að ég er mjög góður í sumu og ekki jafn góður í öðru. Ef ég er ekki nýttur rétt á ég það til að líta illa út.“Svöruðum gagnrýnisröddum Skömmu áður en Ísland hóf leik í undankeppninni var það gefið út að Jón Arnór Stefánsson yrði ekki með íslenska liðinu vegna tryggingamála. Hörður segir að þrátt fyrir áfallið hafi fjarvera Jóns Arnórs þjappað hópnum saman: „Ég held, eftir á að hyggja, að það hafi gert okkur gott,“ sagði Hörður og bætti við: „Það fékk okkur til hugsa um að nú væri kominn tími til að sýna almennilega hvað við gætum. Við höfum oft verið gagnrýndir síðustu ár fyrir að treysta of mikið á Jón Arnór; að hann taki alltof mikla ábyrgð og aðrir stígi ekki nægilega mikið upp eins og þeir ættu að gera. En ég held að við höfum svarað ansi mörgum gagnrýnisröddum í þessum tveimur leikjum sem hann var ekki með.“ Jón Arnór sneri svo aftur fyrir útileikinn gegn Bretlandi þar sem hann skoraði 23 stig eins og áður sagði. Hörður sagði innkomu hans hafa skipt sköpum: „Hann er auðvitað ómissandi, það er engin lygi. Og hann er okkar langbesti leikmaður. Hann skoraði mikilvægar körfur og það var ómetanlegt að hafa hann í þessum leik.“Hörður Axel á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/DaníelKominn á kunnuglegar slóðir Hörður er nýgenginn í raðir þýska liðsins Mitteldeutscher frá Valladolid sem hann lék með á síðustu leiktíð. Lítið gekk hjá spænska liðinu í fyrra en það vann aðeins þrjá leiki af 34 og endaði í neðsta sæti. Hörður segir tímabilið í fyrra hafa verið martröð líkast: „Þetta voru svakaleg vonbrigði. Það gekk ekki neitt upp hjá neinum í kringum liðið. Við fengum aðeins viku til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik sem var gegn Real Madrid. Og um morguninn á leikdegi hvarf sá sem átti að vera aðalmaðurinn í liðinu. Það var afskaplega táknrænt fyrir tímabilið hjá okkur.“ Hörður segist ánægður með að vera kominn aftur til Þýskalands, en hann þekkir vel til hjá Mitteldeutscher – sem er staðsett í borginni Weißenfels sem er skammt frá Leipzig – enda lék hann með liðinu á árunum 2011-2013. „Mér og konunni líður ofboðslega vel þarna og það skipti miklu máli þegar við vorum að ákveða hvert við ættum að fara,“ sagði Hörður og bætti við: „Tímabilið á Spáni var rosalega erfitt, bæði andlega og líkamlega, og það er gott að vera kominn aftur í kunnuglegt umhverfi þar sem ég get notið þess að spila körfubolta á ný.“ Hörður hjálpaði Mittheldeutscher að komast upp í úrvalsdeildina tímabilið 2011-12 og tímabilið á eftir var hann í lykilhlutverki þegar liðið hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Hörður skoraði þá 9,6 stig og gaf þrjár stoðsendingar á rúmum 23 mínútum að meðaltali í leik. „Ég kem bara inn í sama hlutverk og ég var í áður, sem aðalleikstjórnandi liðsins. Ég býst við að spila svipað margar mínútur og áður, ef ekki fleiri.“Eigum skilið að fá fulla höll Ísland leikur sinn síðasta leik í undankeppninni gegn Bosníu á miðvikudaginn, en leikurinn hefst klukkan 19.30. Hörður segir Ísland eiga mikla möguleika gegn þessu sterka liði, en Bosnía vann fyrri leik liðanna Í Tuzla með tíu stiga mun, 72-62. „Ég býst við hörkuleik og við erum hvergi bangnir. Við sáum það í leiknum ytra að við eigum í fullu tré við þetta lið og það þarf ekkert kraftaverk til að vinna það.“ Hörður sagðist enn fremur vonast eftir fullri Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið: „Ég held að það hafi aldrei verið uppselt eða full höll síðan ég byrjaði í landsliðinu og það væri rosalega gaman að upplifa það. Og mér finnst við eiga það skilið, allavega meira en áður,“ sagði Hörður að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15
Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47
Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30