Púlsinn 25.ágúst 2014 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 25. ágúst 2014 13:50 Royal Blood Hljómsveitin Royal Blood gaf út sína fyrstu breiðskífu í morgun en platan er samnefnd hljómsveitinni. Ljóst er að margir eru búnir að bíða eftir að heyra plötu í fullri lengd frá Royal Blood en hljómsveitin sló í gegn með fyrsta smáskífulagi sínu. Í þeim dómum sem eru þegar farnir að birtast eru gagnrýnendur flestir á því að platan komi sterklega til greina sem plata ársins. En Royal Blood komu annars fram á Reading og Leeds hátíðunum í Bretlandi um helgina og spiluðu þeir í stærsta tjaldinu á svæðinu sem var þó greinilega alltof lítið fyrir þá enda þurfti stór hópur aðdáanda að láta sér nægja að horfa á tónleikana á risaskjám fyrir utan tjaldið. Í Leeds lentu þeir þó smá vandræðum og fóru fram yfir tíma sinn á sviðinu sem varð til þess að rafmagnið var tekið af þeim í síðasta laginu við litla kátínu áhorfenda. Meira af Reading og Leeds því að Arctic Monkeys lokuðu Leeds hluta hátíðarinnar á sunnudaginn og markaði það lok tónleikaferðar þeirra til að fylgja plötunni AM á eftir en fyrstu tónleikarnir til að kynna plötuna voru á Glastonbury í júlí 2013, tveimur mánuðum áður en platan kom út. Arctic Monkeys stefna því á að taka sér smá pásu áður en að þeir fara að vinna að næstu plötu. Segja má að MTV sjónvarpsstöðin hafi gert sig að fífli í gærkvöldi þegar að stöðin verðlaunaði bestu tónlistarmyndbönd ársins. En í flokknum besta rokkmyndbandið var það Ný-Sjálenska söngkonan Lorde sem fékk verðlaunin fyrir myndbandið við lagið Royals. Samfélagsmiðlar hreinlega sprungu og þrátt fyrir að margir hrósuðu laginu var valið harðlega gagnrýnd þar sem lagið flokkast tæplega til rokktónlistar. En aðrar sveitir sem voru tilnefndar í þessum flokki voru Arctic Monkeys, The Black Keys og Linkin Park.Tónlistarmaðurinn Jack White setti nokkuð ógeðfellda mynd á Instagram aðgang útgáfufyrirtækis síns um helgina en á myndinni mátti sjá bólginn og marinn ökkla en Jack White náði að snúa sig illa á öklanum á tónleikum. Sagði hann að þrátt fyrir að margir hefðu ráðlegt honum að fresta næstu tónleikum til að jafna sig væri hann staðráðinn í því að fresta engum tónleikum og koma fram þrátt fyrir mikla verki. Fyrrum Stone Temple Pilots söngvarinn Scott Weiland íhugar nú að kæra slúðurmiðilinn TMZ eftir að þar birtust fréttir þess efnis að söngvarinn hefði verið handtekinn fyrir að stela rakvélarblöðum og að hafa crystal meth í förum sínum. Þrátt fyrir að söngvarinn hafi lengi barist við fíknina er hann nú ekki alveg búinn að missa það enda var það alls ekki hann sem var handtekinn heldur einstaklingur að nafni Jason Hurley sem ákvað að gefa upp nafn söngvarans þegar að hann var handtekinn og ekki náðist að leiðrétta miskilninginn áður en að TMZ setti fréttina á vefsíðu sína. Menningarnæturtónleikar X977 og Bar 11 fóru fram með pompi og prakt í portinu á bakvið Bar 11 á laugardaginn. Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur, Vio, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink komu fram og stóðu allar sveitir sig frábærlega. Við þökkum að sjálfsögðu öllum sem lögðu leið sína á Bar 11 á laugardaginn. Harmageddon Mest lesið Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Sannleikurinn: Fjárlagafrumvarpið fær 2 stjörnur Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Aðalleikari How I Met Your Mother mælir með íslenskri tónlist Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon
Hljómsveitin Royal Blood gaf út sína fyrstu breiðskífu í morgun en platan er samnefnd hljómsveitinni. Ljóst er að margir eru búnir að bíða eftir að heyra plötu í fullri lengd frá Royal Blood en hljómsveitin sló í gegn með fyrsta smáskífulagi sínu. Í þeim dómum sem eru þegar farnir að birtast eru gagnrýnendur flestir á því að platan komi sterklega til greina sem plata ársins. En Royal Blood komu annars fram á Reading og Leeds hátíðunum í Bretlandi um helgina og spiluðu þeir í stærsta tjaldinu á svæðinu sem var þó greinilega alltof lítið fyrir þá enda þurfti stór hópur aðdáanda að láta sér nægja að horfa á tónleikana á risaskjám fyrir utan tjaldið. Í Leeds lentu þeir þó smá vandræðum og fóru fram yfir tíma sinn á sviðinu sem varð til þess að rafmagnið var tekið af þeim í síðasta laginu við litla kátínu áhorfenda. Meira af Reading og Leeds því að Arctic Monkeys lokuðu Leeds hluta hátíðarinnar á sunnudaginn og markaði það lok tónleikaferðar þeirra til að fylgja plötunni AM á eftir en fyrstu tónleikarnir til að kynna plötuna voru á Glastonbury í júlí 2013, tveimur mánuðum áður en platan kom út. Arctic Monkeys stefna því á að taka sér smá pásu áður en að þeir fara að vinna að næstu plötu. Segja má að MTV sjónvarpsstöðin hafi gert sig að fífli í gærkvöldi þegar að stöðin verðlaunaði bestu tónlistarmyndbönd ársins. En í flokknum besta rokkmyndbandið var það Ný-Sjálenska söngkonan Lorde sem fékk verðlaunin fyrir myndbandið við lagið Royals. Samfélagsmiðlar hreinlega sprungu og þrátt fyrir að margir hrósuðu laginu var valið harðlega gagnrýnd þar sem lagið flokkast tæplega til rokktónlistar. En aðrar sveitir sem voru tilnefndar í þessum flokki voru Arctic Monkeys, The Black Keys og Linkin Park.Tónlistarmaðurinn Jack White setti nokkuð ógeðfellda mynd á Instagram aðgang útgáfufyrirtækis síns um helgina en á myndinni mátti sjá bólginn og marinn ökkla en Jack White náði að snúa sig illa á öklanum á tónleikum. Sagði hann að þrátt fyrir að margir hefðu ráðlegt honum að fresta næstu tónleikum til að jafna sig væri hann staðráðinn í því að fresta engum tónleikum og koma fram þrátt fyrir mikla verki. Fyrrum Stone Temple Pilots söngvarinn Scott Weiland íhugar nú að kæra slúðurmiðilinn TMZ eftir að þar birtust fréttir þess efnis að söngvarinn hefði verið handtekinn fyrir að stela rakvélarblöðum og að hafa crystal meth í förum sínum. Þrátt fyrir að söngvarinn hafi lengi barist við fíknina er hann nú ekki alveg búinn að missa það enda var það alls ekki hann sem var handtekinn heldur einstaklingur að nafni Jason Hurley sem ákvað að gefa upp nafn söngvarans þegar að hann var handtekinn og ekki náðist að leiðrétta miskilninginn áður en að TMZ setti fréttina á vefsíðu sína. Menningarnæturtónleikar X977 og Bar 11 fóru fram með pompi og prakt í portinu á bakvið Bar 11 á laugardaginn. Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur, Vio, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink komu fram og stóðu allar sveitir sig frábærlega. Við þökkum að sjálfsögðu öllum sem lögðu leið sína á Bar 11 á laugardaginn.
Harmageddon Mest lesið Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Sannleikurinn: Fjárlagafrumvarpið fær 2 stjörnur Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Aðalleikari How I Met Your Mother mælir með íslenskri tónlist Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon