Körfubolti

Hlynur: Raggi getur margt sem ég get ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Daníel
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn sinn mikilvægasta leik í kvöld þegar Bosníumenn koma í heimsókn í Laugardalshöll í lokaleik liðanna í undankeppni EM.

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná sér góðum af ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í sigrinum á Bretum fyrir viku.

Hlynur ætlar að reyna að spila leikinn en þarf örugglega meiri hjálp en oft áður til að ráða við stóru strákana í bosníska liðinu. Þar kemur varamiðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson sterkur inn.

„Raggi getur margt inn á vellinum sem ég get ekki. Það er alveg sama hversu góður þú ert í körfubolta því það er alltaf erfiðara að skjóta yfir mann sem er 218 en tveir metrar. Það finnst þessum strákum líka," segir Hlynur.

Ragnar Ágúst Nathanaelsson er 218 sentímetrar og því 18 sentímetrum hærri en Hlynur. Miðherjar mótherjanna horfa því flestir niður til Hlyns en upp til Ragnars.

„Við sáum vídeó áðan þar sem Raggi er að blokka skot frá frábærum leikmönnum. Ég hef fulla trú að hann leysi það á morgun (í dag)," sagði Hlynur fyrir æfingu liðsins í gær. Ragnar fékk reyndar ekkert af þessum vörðu skotum skráð en það breytti ekki því að Bosníumenn forðuðust það að fara inn í teig á meðan hann var inn á vellinum.

Þeir Hlynur og Ragnar verða líka samherjar í vetur því báðir munu þeir spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall Dragons. Hlynur hefur verið þar í fjögur ár en Ragnar er að hefja sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku.


Tengdar fréttir

Ragnar: Spennandi að sjá hvort það verða jafnmikil læti hérna og í Bosníu

Ragnar Ágúst Nathanaelsson gæti fengið stærra hlutverk en oft áður þegar Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn sinn mikilvægasta leik frá upphafi í kvöld. Bosníumenn koma þá í heimsókn í Laugardalshöll í lokaleik liðanna í undankeppni EM og íslenska liðið á möguleika á því að tryggja sér sæti á EM.

Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í fyrsta sinn fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld og í boði er sæti á EM. "Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu,“ segir Hlynur Bæringsson sem ætlar að spila þrátt fyrir ökklameiðsli. "Hann er




Fleiri fréttir

Sjá meira


×