„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 22:34 Víðir Reynisson við störf. Vísir/Valli „Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56