Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 27. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór í leikslok. Vísir/Anton „Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
„Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29
Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28
Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18