Tvö eldfjöll á Íslandi nú talin ógna fluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2014 16:45 Séð yfir Öskju til suðurs. Kverkfjöll og Dyngjujökull með kvíslar Jökulsár á Fjöllum sjást fjær. Fréttablaðið/GVA Alþjóðaflugið hefur nú fengið viðvörun um að tvær íslenskar eldstöðvar sýni merki um óróa eða séu að búa sig undir eldgos. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var Askja í morgun sett á gulan lit hjá Veðurstofu Íslands, samkvæmt eldgosaviðvörunarkerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bárðarbunga er áfram á appelsínugulum lit, næstefsta viðvörunarstigi. Bárðarbunga var hins vegar um tíma á rauðum lit um síðustu helgi, þegar Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út tilkynningu um að eldgos væri hafið. Flugbannsvæði var sett á sem náði yfir Vatnajökul og stóran hluta suðausturlands ásamt hafsvæði suðaustur af landinu.Flugbannsvæðið um síðustu helgi þegar Bárðarbunga var á rauðum lit.Það var strax í upphafi hrinunnar, þann 16. ágúst, sem Bárðarbunga var sett á gulan lit, sem táknar óróastig. Þann 18. ágúst var viðvörun vegna Bárðarbungu færð yfir á appelsínugulan lit, sem táknar auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo loks settur á þegar eldgos er talið yfirvofandi eða hafið. Viðvörunarskala alþjóðaflugsins með litakóðum má sjá hér á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar sést að Askja er á gulu og Bárðarbunga á appelsínugulu. Bárðarbunga Tengdar fréttir Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins. 24. ágúst 2014 11:51 Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. 28. ágúst 2014 12:59 Aðvörunarstig fyrir flug lækkað Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar. 24. ágúst 2014 12:15 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Alþjóðaflugið hefur nú fengið viðvörun um að tvær íslenskar eldstöðvar sýni merki um óróa eða séu að búa sig undir eldgos. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var Askja í morgun sett á gulan lit hjá Veðurstofu Íslands, samkvæmt eldgosaviðvörunarkerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bárðarbunga er áfram á appelsínugulum lit, næstefsta viðvörunarstigi. Bárðarbunga var hins vegar um tíma á rauðum lit um síðustu helgi, þegar Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út tilkynningu um að eldgos væri hafið. Flugbannsvæði var sett á sem náði yfir Vatnajökul og stóran hluta suðausturlands ásamt hafsvæði suðaustur af landinu.Flugbannsvæðið um síðustu helgi þegar Bárðarbunga var á rauðum lit.Það var strax í upphafi hrinunnar, þann 16. ágúst, sem Bárðarbunga var sett á gulan lit, sem táknar óróastig. Þann 18. ágúst var viðvörun vegna Bárðarbungu færð yfir á appelsínugulan lit, sem táknar auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo loks settur á þegar eldgos er talið yfirvofandi eða hafið. Viðvörunarskala alþjóðaflugsins með litakóðum má sjá hér á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar sést að Askja er á gulu og Bárðarbunga á appelsínugulu.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins. 24. ágúst 2014 11:51 Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. 28. ágúst 2014 12:59 Aðvörunarstig fyrir flug lækkað Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar. 24. ágúst 2014 12:15 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07
Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00
Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins. 24. ágúst 2014 11:51
Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. 28. ágúst 2014 12:59
Aðvörunarstig fyrir flug lækkað Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar. 24. ágúst 2014 12:15
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum