Fyrirspurnum frá flugfarþegum rignir inn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 12:00 mynd/Kristján Þór Kristjánsson Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira