Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2014 23:42 Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00
Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15
Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16
Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51