
Lekamálið snýst um okkur
Lekandinn
Tony Omos leitaði hér hælis. Hann átti von á barni með konu sem einnig beið úrskurðar um landvistarleyfi. Umsókn hans var hafnað og eftir að hafa verið í felum um hríð gaf hann sig fram og stóð til að vísa honum úr landi. Boðað var til mótmæla við innanríkisráðuneytið vegna málsins. Brugðist var við því með því að reyna að sýna almenningi fram á að Tony þessi ætti ekki skilið landvist, hann væri grunaður um glæpsamlegt athæfi og hefði sýnt fjöllyndi í ástum. Tekið var saman af embættismönnum "óformlegt minnisblað" í ráðuneytinu um mál Tonys sem ráðuneytisstjóri, ráðherra og aðstoðarmenn ráðherra fengu að sjá, en slík plögg eru trúnaðargögn. Annar aðstoðarmaðurinn, Gísli Freyr Valdórsson, var í samskiptum við blaðamenn daginn áður en efni þessa minnisblaðs birtist - með viðbættum vangaveltum um að Tony væri hugsanlega ekki faðir þess barns sem fyrrgreind kona gekk með, og hefði beitt hana þrýstingi til að segja svo vera. Seinna kom á daginn að þetta átti ekki við rök að styðjast. Gísli hafði sama dag og hann talaði við blaðamenn vistað minnisblaðið í tölvu sinni, eins og maður gerir þegar maður opnar skjal og breytir því. Hann neitar því að hafa átt við skjalið.
En er þetta ekki harður heimur? Og er landið ekki í umsátri glæpamanna sem hér vilja setjast að og stunda sína iðju? Og þarf ekki að verjast þeim með öllum meðulum, jafnvel þó að stundum séu á gráu svæði? Á ekki almenningur heimtingu á að vita hvers konar fólk það er sem hér leitar hælis? Svona kunna sumir að hugsa. Sjálfur veit ég ekkert um Tony Omos en við höfum ekkert leyfi til þess að ganga út frá því sem vísu að hann sé illmenni og glæpamaður. Þvert á móti: sérhver manneskja sem á vegi okkar verður á heimtingu á því að vera talin húsum hæf þar til annað kemur í ljós. Og raunar hefur ekkert komið fram um Tony Omos annað en að hann virðist hafa verið nokkuð kvensamur.
En við vitum líka hitt: Fyrir tilverknað lekandans var birt í fjölmiðlum nafn íslenskrar konu sem átt hafði í sambandi við Tony, og nafn barnsmóður Tonys er svert í leiðinni í þessari viðleitni við að snúa almenningsálitinu gegn Tony Omos. Farið er inn á svæði í lífi fólks sem við teljum til einkalífs. Sú iðja ein sýnir okkur viðhorf til upplýsinga og til fólks sem eiga ekki heima í opinberri þjónustu. Meðal þess sem við ímyndum okkur að sé gott við að búa hér á landi er að geta treyst því að stjórnsýsla lúti almennum reglum og fari fram með ákveðinni festu. Við eigum öll mikið undir því að svo sé. Með því að senda viðkvæmar trúnaðarupplýsingar til blaða - og bæta slaðri við þær án þess að aðgreina það frá skrifi sómakærra embættismanna í ráðuneytinu - brýtur lekandinn gegn réttum stjórnsýsluháttum. Þetta sýnir skeytingarleysi gagnvart einkalífi annarra, virðingarleysi fyrir lögum og reglum, sem fremur má vænta í alræðisríkjum en réttarríki, dómgreindarleysi, reynsluleysi, skort á mannúð og skort á pólitískum klókindum.
Fer þetta ekki að koma?
Hanna Birna leyfði málinu að vaxa og vaxa án þess að bregðast við - og enn þráast hún við að grípa til aðgerða, sem sýnir að hún virðist enn ekki átta sig á alvöru málsins þó að afleiðingar þess fyrir hana séu hægt og rólega að renna upp fyrir henni. Hún hlýtur að hafa hlustað á vonda ráðgjafa. Hún gerði illt verra þegar hún staðhæfði á alþingi að ekkert sambærilegt plagg við það sem birtist í fjölmiðlum hefði verið til í ráðuneytinu á þeim tíma: það var beinlínis ósatt. Og versnaði enn í því þegar hún reyndi að láta liggja að því, gegn betri vitund, að plaggið gæti hafa ratað í fjölmiðla frá Rauða krossinum. Þegar ráðherra er staðinn að því hafa sagt þinginu ósatt - og reyna að koma sök yfir á mannúðarsamtök - þá hljótum við að spyrja í hvert sinn sem viðkomandi tekur til máls: Er hún að skrökva að okkur aftur? Við getum ekki búið við slíkt í lýðræðisríki. Við verðum að ætlast til þess að stjórnmálamenn segi satt.
Og við getum heldur ekki búið við það í réttarríki að ráðherra ræði ítrekað við undirmann sinn, lögreglustjórann í Reykjavík um rannsókn sem beinist að ráðherranum og hennar fólki. Sá lögreglustjóri sagði af sér - og er eini maðurinn sem enn hefur sagt af sér eftir að lekamálið kom upp. Hanna Birna skipaði nýjan lögreglustjóra sem stýrir þá rannsókn á þeim ráðherra sem viðkomandi á starf sitt að þakka, og hringir væntanlega af og til, svona bara rétt að spjalla - óformlega.
Davíð og hans menn hafa slegið skjaldborg um Hönnu Birnu, sem kann að skýra þá hörmulegu ráðgjöf sem hún virðist hafa fengið í öllu málinu en formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, kom fram með óvenju hulduhrútslega yfirlýsingu um að ráðherrar nytu trausts á meðan þeir nytu trausts og væru ráðherrar meðan þeir væru ráðherrar - hafi ég skilið hann rétt, sem ég gerði sennilega ekki. Ráðleysi virðist ríkja en við bíðum þess að vita hvað umboðsmaður alþingis og ríkissaksóknari gera. Allt verður þetta mál vonandi til þess að reglur um hæfi ráðherra til setu og afskipta verði gerðar skýrari.
Lekamálið snýst um okkur: að kerfið virki.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar