300 km hraði dugar ekki Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:00 Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent
Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent