300 km hraði dugar ekki Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:00 Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent
Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent