Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2014 14:00 Pavel Ermolinskij. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. Margir leikmenn íslenska liðsins voru að spila vel í gærkvöldi, ungu drengirnir, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson, fóru á kostum en það voru þó tveir reynsluboltar í íslenska liðinu sem náðu einstökum tölum í öllum leikjum undankeppninnar í gær. Það var leikið í öllum sjö riðlunum í gær og alls fóru fram tólf leikir. Ísland átti bæði frákastahæsta og stoðsendingahæsta leikmann gærdagsins hjá þessum 24 þjóðum sem voru að spila. Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, tók alls 15 fráköst í leiknum eða tveimur fleiri en næsti maður sem var Ungverjinn Akos Keller. Hlynur tók 3 sóknarfráköst og 12 varnarfráköst og náði flottri tvennu því hann skoraði einnig fjórtán stig. Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, gaf 14 stoðsendingar á félaga sína í leiknum, eða jafnmargar og allt breska liðið. Pavel var með fjórar fleiri stoðsendingar en næsti maður sem var Georgíumaðurinn George Tsintsadze. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem sköruðu úr í fráköstum og stoðsendingum á fyrsta leikdegi undankeppninnar.Hlynur Bæringsson.Vísir/VilhelmFlest fráköst 1. Bæringsson, Hlynur (Íslandi) 15 2. Keller, A. (HUN) 13 3. Sanikidze, V. (GEO) 12 4. Paliashchuk, D. (BLR) 11 5. Pustahvar, A. (BLR) 11 6. Hendriks, V. (MKD) 11 7. Jukic, D. (DEN) 11 8. Cel, A. (POL) 10 10 9. Mahalbasic, R. (AUT) 10 10. Jass, M. (SVK) 10 10Flestar stoðsendingar 1. Ermolinskij, Pavel (Íslandi) 14 2. Tsintsadze, G. (GEO) 10 3. Rochestie, T. (MNE) 9 4. Satoransky, T. (CZE) 8 5. Milosevic, N. (SVK) 7 6. Charykau, S. (BLR) 7 7. Mekel, G. (ISR) 6 8. Sitnik, K. (BLR) 6 9. Thomas, J. (HUN) 5 10. Casspi, O. (ISR) 5 Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. Margir leikmenn íslenska liðsins voru að spila vel í gærkvöldi, ungu drengirnir, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson, fóru á kostum en það voru þó tveir reynsluboltar í íslenska liðinu sem náðu einstökum tölum í öllum leikjum undankeppninnar í gær. Það var leikið í öllum sjö riðlunum í gær og alls fóru fram tólf leikir. Ísland átti bæði frákastahæsta og stoðsendingahæsta leikmann gærdagsins hjá þessum 24 þjóðum sem voru að spila. Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, tók alls 15 fráköst í leiknum eða tveimur fleiri en næsti maður sem var Ungverjinn Akos Keller. Hlynur tók 3 sóknarfráköst og 12 varnarfráköst og náði flottri tvennu því hann skoraði einnig fjórtán stig. Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, gaf 14 stoðsendingar á félaga sína í leiknum, eða jafnmargar og allt breska liðið. Pavel var með fjórar fleiri stoðsendingar en næsti maður sem var Georgíumaðurinn George Tsintsadze. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem sköruðu úr í fráköstum og stoðsendingum á fyrsta leikdegi undankeppninnar.Hlynur Bæringsson.Vísir/VilhelmFlest fráköst 1. Bæringsson, Hlynur (Íslandi) 15 2. Keller, A. (HUN) 13 3. Sanikidze, V. (GEO) 12 4. Paliashchuk, D. (BLR) 11 5. Pustahvar, A. (BLR) 11 6. Hendriks, V. (MKD) 11 7. Jukic, D. (DEN) 11 8. Cel, A. (POL) 10 10 9. Mahalbasic, R. (AUT) 10 10. Jass, M. (SVK) 10 10Flestar stoðsendingar 1. Ermolinskij, Pavel (Íslandi) 14 2. Tsintsadze, G. (GEO) 10 3. Rochestie, T. (MNE) 9 4. Satoransky, T. (CZE) 8 5. Milosevic, N. (SVK) 7 6. Charykau, S. (BLR) 7 7. Mekel, G. (ISR) 6 8. Sitnik, K. (BLR) 6 9. Thomas, J. (HUN) 5 10. Casspi, O. (ISR) 5
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27