Ásdís er fjórði kastarinn í seinni riðlinum á morgun og hefur keppni klukkan 10.16 að íslenskum tíma. Þetta verður fjórða Evrópumótið hennar en hún hefur einnig keppt í Gautaborg 2006, í Barcelona 2010 og í Helsinki 2012.
Ásdís er klár í slaginn en hún birti mynd á fésbókinni þar sem sést keppnismiðinn sem hún setur framan á sig þegar hún stígur inn á Letzigrund-leikvanginn.
Á myndinni, sem er hér fyrir neðan, má einnig sjá að Ásdís heldur í hefð sína og er búinn að mála neglurnar í fánalitunum.
Ásdís þarf að kasta 57,50 metra til þess að komast í úrslitin eða vera meðal tólf efstu.
