Gerðist Eyþór Helgi sekur um kynþáttaníð? Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 14:45 Eyþór Helgi Birgisson missir af næstu fimm leikjum Ólsara. vísir/daníel Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla í fótbolta, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á vikulegum fundi nefndarinnar. Skýringin sem fylgdi úrskurðinum í gær var framkoma eftir brottvísun, en Eyþór Helgi fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik í leik gegn Grindavík um helgina. Nú hefur KSÍ gefið það út að Ólsarar verða sektaðir vegna framkomu Eyþórs Helga um 100.000 krónur, en hann á að hafa brotið gegn 16. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál sem fjallað hefur verið um í dag vegna kynþáttaníðsins í Vestmannaeyjum. „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki,“ segir í regluverki KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis lét Eyþór Helgi miður falleg orð falla í garð aðstoðardómarans Viatcheslav Titov þegar hann fékk seinna gula spjaldið, en Titov er af rússnesku bergi brotin. Ekki er farið nánar út í hvað Eyþór Helgi gerði af sér, en fyrr í sumar fékk leikmaður Víðis í Garði sömu refsingu og félagið sömu sekt þegar hann gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja. Aðeins eru sjö umferðir eftir í 1. deild karla þannig Eyþór Helgi missir af miklu, en bann hans er mikið áfall fyrir Ólsara sem eru í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeild á ný. Íslenski boltinn Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28 Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla í fótbolta, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á vikulegum fundi nefndarinnar. Skýringin sem fylgdi úrskurðinum í gær var framkoma eftir brottvísun, en Eyþór Helgi fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik í leik gegn Grindavík um helgina. Nú hefur KSÍ gefið það út að Ólsarar verða sektaðir vegna framkomu Eyþórs Helga um 100.000 krónur, en hann á að hafa brotið gegn 16. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál sem fjallað hefur verið um í dag vegna kynþáttaníðsins í Vestmannaeyjum. „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki,“ segir í regluverki KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis lét Eyþór Helgi miður falleg orð falla í garð aðstoðardómarans Viatcheslav Titov þegar hann fékk seinna gula spjaldið, en Titov er af rússnesku bergi brotin. Ekki er farið nánar út í hvað Eyþór Helgi gerði af sér, en fyrr í sumar fékk leikmaður Víðis í Garði sömu refsingu og félagið sömu sekt þegar hann gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja. Aðeins eru sjö umferðir eftir í 1. deild karla þannig Eyþór Helgi missir af miklu, en bann hans er mikið áfall fyrir Ólsara sem eru í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeild á ný.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28 Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43
Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28
Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46