Tiger ekki með í Ryder-bikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. ágúst 2014 10:30 Tiger Woods meiddist við þetta högg á annari braut á Firestone CC-vellinum. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, þarf ekki lengur að hugsa um að velja Tiger Woods í liðið þrátt fyrir arfadapra frammistöðu hans á árinu. Tiger gaf það út í dag að hann gefur ekki kost á sér í Ryder-bikarinn vegna meiðsla, en hann meiddist enn á ný á WCG Bridgestone-mótinu fyrir tveimur vikum. „Þó ég þakki Tom Watson svo sannarlega fyrir að íhuga að velja mig, þá kemur ekki til greina að ég geti verið með,“ segir Tiger. „Læknarnir segja að bakvöðvarnir verða að fá tíma til jafna sig og þeir ráðlögðu mér að hvorki æfa né spila. Ég er mjög svekktur með að geta ekki verið með því bandaríska liðið og Ryder-bikarinn skipta mig miklu máli.“ Fyrstu níu í bandaríska liðið eru klárir samkvæmt stigalista bandaríska liðsins, en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. Hann hefur verið undir mikilli pressu að velja Tiger, en er nú laus við hana. „Tiger Woods gerir bandaríska liðinu mikinn greiða með þessu. Fyrirliðinn Tom Watson þarf nú ekki að taka þessa erfiðu ákvörðun sem hefði getað orðið slæm fyrir Bandaríkin,“ sagði IainCarter golfsérfræðingur BBC eftir tilkynningu Tigers. Tiger Woods hefur sjö sinnum verið með í Ryder-bikarnum, en aðeins verið í sigurliði einu sinni. Hann hefur ekki unnið eitt mót á árinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi, en það var aðeins í fjórða skiptið á ferlinum sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð á risamóti. Golf Tengdar fréttir Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, þarf ekki lengur að hugsa um að velja Tiger Woods í liðið þrátt fyrir arfadapra frammistöðu hans á árinu. Tiger gaf það út í dag að hann gefur ekki kost á sér í Ryder-bikarinn vegna meiðsla, en hann meiddist enn á ný á WCG Bridgestone-mótinu fyrir tveimur vikum. „Þó ég þakki Tom Watson svo sannarlega fyrir að íhuga að velja mig, þá kemur ekki til greina að ég geti verið með,“ segir Tiger. „Læknarnir segja að bakvöðvarnir verða að fá tíma til jafna sig og þeir ráðlögðu mér að hvorki æfa né spila. Ég er mjög svekktur með að geta ekki verið með því bandaríska liðið og Ryder-bikarinn skipta mig miklu máli.“ Fyrstu níu í bandaríska liðið eru klárir samkvæmt stigalista bandaríska liðsins, en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. Hann hefur verið undir mikilli pressu að velja Tiger, en er nú laus við hana. „Tiger Woods gerir bandaríska liðinu mikinn greiða með þessu. Fyrirliðinn Tom Watson þarf nú ekki að taka þessa erfiðu ákvörðun sem hefði getað orðið slæm fyrir Bandaríkin,“ sagði IainCarter golfsérfræðingur BBC eftir tilkynningu Tigers. Tiger Woods hefur sjö sinnum verið með í Ryder-bikarnum, en aðeins verið í sigurliði einu sinni. Hann hefur ekki unnið eitt mót á árinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi, en það var aðeins í fjórða skiptið á ferlinum sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð á risamóti.
Golf Tengdar fréttir Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45