Púlsinn 14.ágúst 2014 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 14. ágúst 2014 13:44 vinsælir tónleikar Gríðarlegt margmenni var á tónleikum X-ins í bakgarði Ellefunnar þegar Crowe steig þar á svið. Svalir bílastæðahússins við Hverfisgötu voru til dæmis þétt setnar.Fréttablaðið/daníel Nú er allt að verða klárt fyrir Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Þetta er í þriðja skipti sem X977 stendur fyrir tónleikum á þessum stað á Menningarnótt og þær hljómsveitir sem koma fram í ár eru: Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Vínyll, Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink en tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis. Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar The Clash ættu að fara að safna smá pening því að stórglæsilegur Ford Thunderbird bíll sem var í eigu Joe Strummer hefur verið settur í sölu á Ebay. Eins og staðan er núna er hæsta boð í bílinn tæplega $22.000. Bílinn er 63‘ módel og er víst í toppstandi.Sjöunda hljóðversplata Death Cab for Cutie kemur út eftir helgi. nordicphotos/gettyChris Walla, gítarleikari Death Cab For Cutie, hefur nú sagt skilið við hljómsveitina. Í bréfi sem hann skrifaði til aðdáenda kom fram að hljómsveitin hefði lokið upptökum vegna áttundu breiðskífu sinnar en hann muni hinsvegar spila sína síðustu tónleika með Death Cab For Cutie í næsta mánuði. Chris Walla segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld og hann muni halda áfram að styðja Death Cab For Cutie í framtíðinni og óski sveitinni alls hins besta. Hljómsveitin Kings of Leon kom fram í spjallþætti Jimmy Fallon á þriðjudaginn þrátt fyrir að hafa þurft að fresta fyrirhuguðum tónleikum næstu vikunnar eftir að trommuleikari þeirra, Nathan Followill, rifbeinsbrotnaði í undarlegu rútuslysi á dögunum. Í hans stað var enginn annar en Questlove mættur á bakvið trommusettið en hann er einmitt hluti af The Roots sem eru húshljómsveit Jimmy Fallon. Kings of Leon spiluðu lagið Family Tree í þættinum sem er nýjasta smáskífa plötunnar Mechanical Bull. Hægt er að sjá myndband af flutningnum á Harmageddon.is. Harmageddon Mest lesið Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Sannleikurinn: Fjárlagafrumvarpið fær 2 stjörnur Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Aðalleikari How I Met Your Mother mælir með íslenskri tónlist Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon
Nú er allt að verða klárt fyrir Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Þetta er í þriðja skipti sem X977 stendur fyrir tónleikum á þessum stað á Menningarnótt og þær hljómsveitir sem koma fram í ár eru: Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Vínyll, Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink en tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis. Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar The Clash ættu að fara að safna smá pening því að stórglæsilegur Ford Thunderbird bíll sem var í eigu Joe Strummer hefur verið settur í sölu á Ebay. Eins og staðan er núna er hæsta boð í bílinn tæplega $22.000. Bílinn er 63‘ módel og er víst í toppstandi.Sjöunda hljóðversplata Death Cab for Cutie kemur út eftir helgi. nordicphotos/gettyChris Walla, gítarleikari Death Cab For Cutie, hefur nú sagt skilið við hljómsveitina. Í bréfi sem hann skrifaði til aðdáenda kom fram að hljómsveitin hefði lokið upptökum vegna áttundu breiðskífu sinnar en hann muni hinsvegar spila sína síðustu tónleika með Death Cab For Cutie í næsta mánuði. Chris Walla segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld og hann muni halda áfram að styðja Death Cab For Cutie í framtíðinni og óski sveitinni alls hins besta. Hljómsveitin Kings of Leon kom fram í spjallþætti Jimmy Fallon á þriðjudaginn þrátt fyrir að hafa þurft að fresta fyrirhuguðum tónleikum næstu vikunnar eftir að trommuleikari þeirra, Nathan Followill, rifbeinsbrotnaði í undarlegu rútuslysi á dögunum. Í hans stað var enginn annar en Questlove mættur á bakvið trommusettið en hann er einmitt hluti af The Roots sem eru húshljómsveit Jimmy Fallon. Kings of Leon spiluðu lagið Family Tree í þættinum sem er nýjasta smáskífa plötunnar Mechanical Bull. Hægt er að sjá myndband af flutningnum á Harmageddon.is.
Harmageddon Mest lesið Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Sönnun fyrir tilvist Guðs Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Sannleikurinn: Fjárlagafrumvarpið fær 2 stjörnur Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Aðalleikari How I Met Your Mother mælir með íslenskri tónlist Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon