Fótbolti

Suárez mætti á sína fyrstu æfingu með Barcelona í morgun | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez á æfingunni í morgun.
Luis Suárez á æfingunni í morgun. Vísir/AP
Luis Suárez fékk í gær leyfi til að æfa með sínu nýja félagi Barcelona en FIFA hafði áður bannað honum að koma nálægt öllum fótbolta í fjóra mánuði vegna bitsins fræga á HM í Brasilíu.

Barcelona keypti Luis Suárez frá Liverpool 11.júlí síðastliðinn og borgaði fyrir hann í kringum 75 milljónir punda eða rúmlega 14,5 milljarða íslenskra króna.

Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði reyndar áfrýjun Úrúgvæmannsins en Suárez var dæmdur í fjögurra mánaða og níu landsleikja bann af FIFA fyrr í sumar fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu.

Lengd leikbannsins hélst óbreytt en Suárez fékk hinsvegar leyfi til að æfa með Barcelona-liðinu en í fyrri úrskurði FIFA var kveðið á að um honum væri óheimilt að taka þátt í öllum knattspyrnutengdum viðburðum.

Suárez var fljótur að nýta sér það og mætti á sína fyrstu æfingu með Barcelona-liðinu í morgun. Hann má hinsvegar ekki spila með liðnu fyrr en 26. október næstkomandi en fyrsti leikur hans gæti orðið El Clasico á móti Real Madrid.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu á twitter-síðu Börsunga þar sem Suárez er mættur brosandi á sína fyrstu æfingu.

Vísir/AP

Tengdar fréttir

Suárez mætir Real Madrid í fyrsta leik eftir bannið

Fyrsti leikur Luis Suárez eftir að hann hefur lokið fjögurra mánaða keppnisbanni fyrir að bíta Chiellini verður gegn Real Madrid þann 26. október. á meðan fyrsti leikur Alfreðs Finnbogasonar í spænsku deildinni verður gegn SD Eibar í nágrannaslag.

Engin fordæmi fyrir banni Suárez

Lögmaður Luis Suárez hefur enga trú á öðru en að bann Suárez verði stytt þegar Alþjóða íþróttadómstóllinn tekur málið fyrir á morgun.

Fimmti handhafi Gullskósins til Barcelona

Luis Suárez, nýjasti liðsmaður Barcelona, er fimmti nú- eða fyrrverandi handhafi Gullskósins - sem veittur er markahæsta leikmanni í Evrópu - sem gengur til liðs við katalónska stórveldið.

Tilboð Barcelona í Suárez samþykkt

Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði samþykkt tilboð Barcelona í Luis Suárez. Suárez sem er 27 ára hefur samþykkt undir fimm ára samning hjá Barcelona.

Verð stuðningsmaður Liverpool að eilífu

Luis Suárez þakkaði stuðningsmönnum Liverpool fyrir tíma sinn hjá félaginu á heimasíðu Liverpool í dag eftir að félagið samþykkti tilboð Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×