Púlsinn 15.ágúst 2014 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 15. ágúst 2014 13:08 Rokkrisarnir Nikki Sixx úr Mötley Crue og Gene Simmons úr Kiss eru komnir í deilur eftir að Simmons mætti í útvarpsviðtal þar sem hann sagðist ekki trúa á þunglyndi og að þeir sem kvörtuðu undan því ættu að drepa sig. Þá sagðist hann vera þreyttur á því að fólk væri að hóta að stökkva fram af byggingum en léti svo ekki verða að því. Nikki Sixx svarði Gene Simmons í sínum eigin útvarpsþætti og sagði að Simmons þyrfti að átta sig á því að fullt af Kiss aðdáendum taki mark á því sem hann segir. Benti Sixx jafnframt á að það væri hættulegt af Simmons að segja að eina leiðin út fyrir þunglyndissjúklinga væri sjálfsmorð. Hljómsveitin Queens of the Stone Age kom fram á tónleikahátíðinni Sziget um helgina en hátíðin fer fram í Ungverjalandi. Josh Homme, forsprakki sveitarinnar, virtist vera í góðu skapi og talaði talsvert við aðdáendur á meðan að tónleikunum stóð. Einn aðdáandi Queens of the Stone Age sem bundinn er við hjólastól lét það nú ekki stoppa sig og crowdsurfaði í átt að sviðinu. Söngvarinn tók að sjálfsögðu eftir þessu og tileinkaði því næsta lagi þessum magnaða aðdáanda.Leynd ríkir yfir því hver tekur við af Joey Jordison sem trommari SlipknotMiklar vangaveltur eru um hvaða trommari sér um að lemja húðirnar fyrir Slipknot eftir að Joey Jordison sagði skilið við sveitina. Eftir að þeir gáfu út lagið The Negative One beindust mörg spjót að Chris Adler, trommara Lamb of God, en trommuleikurinn á The Negative One þótti vera með svipuðum hætti og Adler er þekktur fyrir að nota. Adler hefur hinsvegar sagst ekki koma nálægt þessum Slipknot upptökum en er þó upp með sér yfir samanburðinum. En Slipknot stefna á að gefa út nýja plötu í október. Harry Potter stjarnan Daniel Radcliffe hefur lýst yfir áhuga sínum á að leika sjálfan Iggy Pop í mynd um ævi popparans. En Radcliffe segist vera mikill aðdáandi Iggy Pop sem og hljómsveitar hans The Stooges. Þá lýsti hann einnig yfir aðdáun sinni á The Libertines og sagðist hafa dýrkað Pete Doherty þegar að hann var yngri. Radcliffe sagðist svo hafa séð Doherty um borð í lest á dögunum en verið of hræddur til að tala við hann. The Black Keys hafa fengið ofurmódelið Löru Stone til liðs við sig í nýjasta myndbandi sveitarinnar sem er við lagið Weight of Love. Í myndbandinu kemur Stone fram sem leiðtogi sértrúarsöfnuðs sem eingöngu er skipaður konum. Weight of Love from Theo Wenner on Vimeo. Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Munir frá Axl Rose á uppboði Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Hversu slæmur er fótur forsætisráðherrans? Harmageddon
Rokkrisarnir Nikki Sixx úr Mötley Crue og Gene Simmons úr Kiss eru komnir í deilur eftir að Simmons mætti í útvarpsviðtal þar sem hann sagðist ekki trúa á þunglyndi og að þeir sem kvörtuðu undan því ættu að drepa sig. Þá sagðist hann vera þreyttur á því að fólk væri að hóta að stökkva fram af byggingum en léti svo ekki verða að því. Nikki Sixx svarði Gene Simmons í sínum eigin útvarpsþætti og sagði að Simmons þyrfti að átta sig á því að fullt af Kiss aðdáendum taki mark á því sem hann segir. Benti Sixx jafnframt á að það væri hættulegt af Simmons að segja að eina leiðin út fyrir þunglyndissjúklinga væri sjálfsmorð. Hljómsveitin Queens of the Stone Age kom fram á tónleikahátíðinni Sziget um helgina en hátíðin fer fram í Ungverjalandi. Josh Homme, forsprakki sveitarinnar, virtist vera í góðu skapi og talaði talsvert við aðdáendur á meðan að tónleikunum stóð. Einn aðdáandi Queens of the Stone Age sem bundinn er við hjólastól lét það nú ekki stoppa sig og crowdsurfaði í átt að sviðinu. Söngvarinn tók að sjálfsögðu eftir þessu og tileinkaði því næsta lagi þessum magnaða aðdáanda.Leynd ríkir yfir því hver tekur við af Joey Jordison sem trommari SlipknotMiklar vangaveltur eru um hvaða trommari sér um að lemja húðirnar fyrir Slipknot eftir að Joey Jordison sagði skilið við sveitina. Eftir að þeir gáfu út lagið The Negative One beindust mörg spjót að Chris Adler, trommara Lamb of God, en trommuleikurinn á The Negative One þótti vera með svipuðum hætti og Adler er þekktur fyrir að nota. Adler hefur hinsvegar sagst ekki koma nálægt þessum Slipknot upptökum en er þó upp með sér yfir samanburðinum. En Slipknot stefna á að gefa út nýja plötu í október. Harry Potter stjarnan Daniel Radcliffe hefur lýst yfir áhuga sínum á að leika sjálfan Iggy Pop í mynd um ævi popparans. En Radcliffe segist vera mikill aðdáandi Iggy Pop sem og hljómsveitar hans The Stooges. Þá lýsti hann einnig yfir aðdáun sinni á The Libertines og sagðist hafa dýrkað Pete Doherty þegar að hann var yngri. Radcliffe sagðist svo hafa séð Doherty um borð í lest á dögunum en verið of hræddur til að tala við hann. The Black Keys hafa fengið ofurmódelið Löru Stone til liðs við sig í nýjasta myndbandi sveitarinnar sem er við lagið Weight of Love. Í myndbandinu kemur Stone fram sem leiðtogi sértrúarsöfnuðs sem eingöngu er skipaður konum. Weight of Love from Theo Wenner on Vimeo.
Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Munir frá Axl Rose á uppboði Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Hversu slæmur er fótur forsætisráðherrans? Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon
Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon
Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon