Ein skærasta stjarna íslenska körfuboltans heimsótt á Hagamelinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:00 Valtýr Björn Valtýsson var með umfjöllun um Martin Hermannsson og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þessi 19 ára strákur er í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu í körfubolta í undankeppni EM. Martin skoraði 22 stig í sigrinum á Bretum í fyrsta leik undankeppninnar og var kosinn besti leikmaður tímabilsins í Dominos-deildinni síðasta vetur. Hann mun síðan spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum næsta vetur. Valtýr Björn hitti Martin og fjölskyldu hans þar sem þau búa á Hagamelnum í Reykjavík en þetta er mikil íþróttafjölskylda. Valtýr Björn spurði Martin meðal annars út í draumana um að spila í NBA-deildinni og heyrði síðan einnig hljóðið í öðrum fjölskyldumeðlimum. „Hann er allt öðruvísi leikmaður og ég myndi halda að hann væri miklu betur þjálfaður eins og þessir strákar eru í dag. Það er miklu meiri snerpa, hraði og tækni í þessu í dag. Hann er samt ekki betri það er langt í frá. Ég myndi aldrei viðurkenna að hann væri betri sem hann er," sagði Hermann Hauksson, faðir Martins, um muninn á þeim feðgum. „Ætli ég vilji ekki frekar vera eins og Martin af því að hann er betri en pabbi," segir Arnór Hermannsson sextán ára bróðir Martins um hvorum hann vilji líkjast meira. En á Margrét Elíasdóttir, móðir Martins, ekkert í Martin? „Jú, jú. Ég hugsa að hann fái eljuna og keppnisskapið frá mér," segir Margrét. "og hlaupagetuna," skýtur Hermann inn í. En er Martin tapsár? „Hann hefur alltaf verið svakalega tapsár en þeir hafa báðir verið með serkum liðum hjá KR og haf því ekki oft tapað," segir Margrét. Hermann skipti sjálfur á sínum tíma úr KR og spilaði með Njarðvíkurliðinu. Gæti Martin hugsað sér að spila fyrir annað félag hér heima en KR? „Þegar ég var yngri þá var ég viss um að ég færi í eitthvað annað lið en eftir að maður hefur orðið Íslandsmeistari með KR þá sér maður sig ekki fara neitt annað," sagði Martin. Það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson var með umfjöllun um Martin Hermannsson og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þessi 19 ára strákur er í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu í körfubolta í undankeppni EM. Martin skoraði 22 stig í sigrinum á Bretum í fyrsta leik undankeppninnar og var kosinn besti leikmaður tímabilsins í Dominos-deildinni síðasta vetur. Hann mun síðan spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum næsta vetur. Valtýr Björn hitti Martin og fjölskyldu hans þar sem þau búa á Hagamelnum í Reykjavík en þetta er mikil íþróttafjölskylda. Valtýr Björn spurði Martin meðal annars út í draumana um að spila í NBA-deildinni og heyrði síðan einnig hljóðið í öðrum fjölskyldumeðlimum. „Hann er allt öðruvísi leikmaður og ég myndi halda að hann væri miklu betur þjálfaður eins og þessir strákar eru í dag. Það er miklu meiri snerpa, hraði og tækni í þessu í dag. Hann er samt ekki betri það er langt í frá. Ég myndi aldrei viðurkenna að hann væri betri sem hann er," sagði Hermann Hauksson, faðir Martins, um muninn á þeim feðgum. „Ætli ég vilji ekki frekar vera eins og Martin af því að hann er betri en pabbi," segir Arnór Hermannsson sextán ára bróðir Martins um hvorum hann vilji líkjast meira. En á Margrét Elíasdóttir, móðir Martins, ekkert í Martin? „Jú, jú. Ég hugsa að hann fái eljuna og keppnisskapið frá mér," segir Margrét. "og hlaupagetuna," skýtur Hermann inn í. En er Martin tapsár? „Hann hefur alltaf verið svakalega tapsár en þeir hafa báðir verið með serkum liðum hjá KR og haf því ekki oft tapað," segir Margrét. Hermann skipti sjálfur á sínum tíma úr KR og spilaði með Njarðvíkurliðinu. Gæti Martin hugsað sér að spila fyrir annað félag hér heima en KR? „Þegar ég var yngri þá var ég viss um að ég færi í eitthvað annað lið en eftir að maður hefur orðið Íslandsmeistari með KR þá sér maður sig ekki fara neitt annað," sagði Martin. Það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira