Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:47 Logi Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira