Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 23:48 Bárðarbunga í Vatnajökli Mynd/STÖÐ 2 Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28