Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Frosti Logason skrifar 19. ágúst 2014 15:48 Lekamálið svokallaða var rætt í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar spjölluðu þáttastjórnendur við blaðamennina Jón Bjarka Magnússon og Jóhann Pál Jóhannsson, en þeir hafa verið samofnir málinu frá upphafi þess með vönduðum fréttaflutningi sínum á DV. Margt áhugvart kom fram í spjallinum sem heyra má hér á útvarpssíðu Vísis. Jóhann Páll benti þar réttilega á að væntanlegt réttarhald yfir Gísla Frey Valdórssyni gæti hugsanlega orðið mikill mannlegur harmleikur. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu. Hann hefur ætíð haldið því fram í skýrslutökum hjá lögreglu að hann hafi ekki látið fjölmiðla hafa minnisblaðið. Ef Gísli Freyr er sannarlega saklaus þá geta menn verið sammála um að það sé engum til sóma að draga hann niður í svaðið og svipta hann ærunni fyrir jafn lágkúrulegt brot og að leka trúnaðarupplýsingum um varnarlaust fólk. Þess vegna benti Jóhann á að ef Mogginn og 365 Miðlar vita að Gísli Freyr sé saklaus, að hann hafi ekki verið heimildarmaðurinn, þá hljóti þessir miðlar að geta gefið út litla yfirlýsingu þess efnis og hreinsað þannig manninn af þessum þungu sökum. Með slíkri yfirlýsingu væru miðlarnir ekki að brjóta á neinum og í því fælist ekkert rof á prinsippinu um verndun heimildarmanna. Þeir væru einungis að skera saklausan mann úr snörunni og það hljóta allir að vera sammála um mikilvægi og réttmæti þess. Harmageddon Lekamálið Mest lesið Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Tónlistarblaðið Popp kynnir Poppskúrinn á Vísi Harmageddon Sannleikurinn: Nýjustu heimskupör Bakkavararbræðra kostar þá 700 þúsund Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Verra fyrir sálina að vinna silfur en brons Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Foo Fighters á leynitónleikum undir nafninu The Holy Shits Harmageddon
Lekamálið svokallaða var rætt í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar spjölluðu þáttastjórnendur við blaðamennina Jón Bjarka Magnússon og Jóhann Pál Jóhannsson, en þeir hafa verið samofnir málinu frá upphafi þess með vönduðum fréttaflutningi sínum á DV. Margt áhugvart kom fram í spjallinum sem heyra má hér á útvarpssíðu Vísis. Jóhann Páll benti þar réttilega á að væntanlegt réttarhald yfir Gísla Frey Valdórssyni gæti hugsanlega orðið mikill mannlegur harmleikur. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu. Hann hefur ætíð haldið því fram í skýrslutökum hjá lögreglu að hann hafi ekki látið fjölmiðla hafa minnisblaðið. Ef Gísli Freyr er sannarlega saklaus þá geta menn verið sammála um að það sé engum til sóma að draga hann niður í svaðið og svipta hann ærunni fyrir jafn lágkúrulegt brot og að leka trúnaðarupplýsingum um varnarlaust fólk. Þess vegna benti Jóhann á að ef Mogginn og 365 Miðlar vita að Gísli Freyr sé saklaus, að hann hafi ekki verið heimildarmaðurinn, þá hljóti þessir miðlar að geta gefið út litla yfirlýsingu þess efnis og hreinsað þannig manninn af þessum þungu sökum. Með slíkri yfirlýsingu væru miðlarnir ekki að brjóta á neinum og í því fælist ekkert rof á prinsippinu um verndun heimildarmanna. Þeir væru einungis að skera saklausan mann úr snörunni og það hljóta allir að vera sammála um mikilvægi og réttmæti þess.
Harmageddon Lekamálið Mest lesið Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Tónlistarblaðið Popp kynnir Poppskúrinn á Vísi Harmageddon Sannleikurinn: Nýjustu heimskupör Bakkavararbræðra kostar þá 700 þúsund Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Verra fyrir sálina að vinna silfur en brons Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Foo Fighters á leynitónleikum undir nafninu The Holy Shits Harmageddon