Fengum helling út úr þessum leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2014 12:25 Íslenska landsliðið eftir sigurleikinn gegn Lúxemborg á fimmtudaginn. KKÍ Ísland bar sigurorð af Lúxemborg með 80 stigum gegn 71 í æfingaleik ytra í gær. Ísland vann einnig fyrri æfingaleik liðanna á fimmtudaginn var, 78-64, en leikirnir eru liður í undirbúningnum fyrir undankeppni EM 2015.Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, kvaðst ánægður með leikina tvo í samtali við Vísi. „Við fengum helling út úr þessum leikjum og það var hollt að fá þá. Það er alltaf gott að fá menn til að spila saman, en nokkrir leikmenn hafa ekki spilað alvöru leiki síðan í apríl. „Svo voru ungir drengir sem fengu tækifæri og nýttu þau vel,“ sagði Arnar sem bætti við að íslenska liðið hefði lagt mikla áherslu á fráköstin í þessum tveimur leikjum. „Við unnum frákastabaráttuna í báðum leikjunum nokkuð örugglega (48-25 og 44-26) sem er jákvætt. Við lögðum sömuleiðis áherslu á að vera duglegir að hreyfa boltann og við litum mjög vel út á köflum,“ sagði Arnar sem bætti við að menn væru alveg niðri á jörðinni þrátt fyrir sigrana tvo. „Lið Lúxemborgar er ekki það sterkasta. Þarna voru í raun tvær smáþjóðir að mætast, en það var fínt að sjá við erum talsvert sterkari en þeir. „Sigrarnir voru mun öruggari en lokastaðan en í leikjunum tveimur gaf til kynna. „Í leiknum í gær komust við rúmlega 20 stigum yfir en gerðum örfá kjánamistök og tókum upp á því að fá tæknivillur sem er ekki vænlegt til árangurs. „Í kjölfarið fengum við á okkur slatta af stigum, en það var gott að það gerðist í þessum leik en ekki gegn Bretlandi,“ sagði Arnar og vísaði þar til fyrsta leiks Íslands í undankeppni EM sem fer fram í Laugardalshöllinni eftir viku. Bosnía er þriðja liðið í riðlinum, en leikið er heima og að heiman við hvora þjóð. Íslenska liðið kemur heim í dag og Arnar segir að leikmennirnir fái frí á mánudaginn áður en æfingar hefjast að nýju. „Það er frí á morgun og svo tekur við myndbandsvinna og leikgreining. Við höldum síðan áfram að spila okkur saman og við þurfum að koma Jóni (Arnóri Stefánssyni) og Helga (Má Magnússyni) aftur almennilega í gang,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Íslenskur sigur í Lúxemborg Ísland vann níu stiga sigur, 71-80, á Lúxemborg í öðrum æfingaleik liðanna á síðustu þremur dögum. 2. ágúst 2014 18:07 Logi hélt upp á 100 leikja tímamótin sín með sögulegum hætti Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik og hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. 2. ágúst 2014 09:00 Tímamótaleikur hjá Sigurði og Pavel Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Pavel Ermolinskij léku sinn 40. landsleik gegn Lúxemborg í gær. 3. ágúst 2014 09:00 Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00 Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Ísland bar sigurorð af Lúxemborg með 80 stigum gegn 71 í æfingaleik ytra í gær. Ísland vann einnig fyrri æfingaleik liðanna á fimmtudaginn var, 78-64, en leikirnir eru liður í undirbúningnum fyrir undankeppni EM 2015.Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, kvaðst ánægður með leikina tvo í samtali við Vísi. „Við fengum helling út úr þessum leikjum og það var hollt að fá þá. Það er alltaf gott að fá menn til að spila saman, en nokkrir leikmenn hafa ekki spilað alvöru leiki síðan í apríl. „Svo voru ungir drengir sem fengu tækifæri og nýttu þau vel,“ sagði Arnar sem bætti við að íslenska liðið hefði lagt mikla áherslu á fráköstin í þessum tveimur leikjum. „Við unnum frákastabaráttuna í báðum leikjunum nokkuð örugglega (48-25 og 44-26) sem er jákvætt. Við lögðum sömuleiðis áherslu á að vera duglegir að hreyfa boltann og við litum mjög vel út á köflum,“ sagði Arnar sem bætti við að menn væru alveg niðri á jörðinni þrátt fyrir sigrana tvo. „Lið Lúxemborgar er ekki það sterkasta. Þarna voru í raun tvær smáþjóðir að mætast, en það var fínt að sjá við erum talsvert sterkari en þeir. „Sigrarnir voru mun öruggari en lokastaðan en í leikjunum tveimur gaf til kynna. „Í leiknum í gær komust við rúmlega 20 stigum yfir en gerðum örfá kjánamistök og tókum upp á því að fá tæknivillur sem er ekki vænlegt til árangurs. „Í kjölfarið fengum við á okkur slatta af stigum, en það var gott að það gerðist í þessum leik en ekki gegn Bretlandi,“ sagði Arnar og vísaði þar til fyrsta leiks Íslands í undankeppni EM sem fer fram í Laugardalshöllinni eftir viku. Bosnía er þriðja liðið í riðlinum, en leikið er heima og að heiman við hvora þjóð. Íslenska liðið kemur heim í dag og Arnar segir að leikmennirnir fái frí á mánudaginn áður en æfingar hefjast að nýju. „Það er frí á morgun og svo tekur við myndbandsvinna og leikgreining. Við höldum síðan áfram að spila okkur saman og við þurfum að koma Jóni (Arnóri Stefánssyni) og Helga (Má Magnússyni) aftur almennilega í gang,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Íslenskur sigur í Lúxemborg Ísland vann níu stiga sigur, 71-80, á Lúxemborg í öðrum æfingaleik liðanna á síðustu þremur dögum. 2. ágúst 2014 18:07 Logi hélt upp á 100 leikja tímamótin sín með sögulegum hætti Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik og hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. 2. ágúst 2014 09:00 Tímamótaleikur hjá Sigurði og Pavel Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Pavel Ermolinskij léku sinn 40. landsleik gegn Lúxemborg í gær. 3. ágúst 2014 09:00 Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00 Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Íslenskur sigur í Lúxemborg Ísland vann níu stiga sigur, 71-80, á Lúxemborg í öðrum æfingaleik liðanna á síðustu þremur dögum. 2. ágúst 2014 18:07
Logi hélt upp á 100 leikja tímamótin sín með sögulegum hætti Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik og hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. 2. ágúst 2014 09:00
Tímamótaleikur hjá Sigurði og Pavel Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Pavel Ermolinskij léku sinn 40. landsleik gegn Lúxemborg í gær. 3. ágúst 2014 09:00
Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00
Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30
Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00
Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30
Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00