Krýna Evrópumeistara í Mýrarbolta óháð kyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2014 18:46 Stuð og stemning hefur verið á Mýrarboltanum í ár. Myndir/Hafþór Liðið Ísak City sigraði Mýrarboltann 2014 á Ísafirði um helgina í karlaflokki en í kvennaflokki báru Ofurkonur sigur úr býtum. Evrópumeistarinn í Mýrarbolta verður svo kynntur í kvöld. „Við erum sérstaklega stoltir af því að krýna Evrópumeistara óháð kyni,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að FIFA sýni því áhuga og taki upp það kerfi útreikninga sem skipuleggjendur Mýrarboltans nota til þess að finna út hver sigurvegari er að lokum. „Þetta er lausn á því ójafnrétti sem ríkir í knattspyrnuheiminum milli karla og kvenna.“ Útreikningurinn er flókinn og ítarlegur og tekur mið af frammistöðu liðanna í gegnum alla keppnina. Verðlaunaafhending verður klukkan tíu í kvöld á árlegri brennu hátíðarinnar. Fram Jón Jónsson ásamt bróður sínum Friðriki Dór, Kiriyama family og Mammút. Í gær var stuð og stemning þegar hljómsveitirnar Agent Fresco og Ultra Mega Technobandið Stefán stigu á stokk. Jón Páll segir það skjóta skökku við að það teljist fréttnæmt þegar engar nauðganir eru kærðar á hátíðum yfir Verslunarmannahelgina. Aldrei hefur verið tilkynnt nauðgun á Mýrarboltanum og þakkar Jón Páll það bæði mikilli forvarnarvinnu í samstarfi við Sólstafi sem er systrafélag Stígamóta og hugarfari í samfélaginu á Ísafirði. „Ef hér yrði nauðgun yrði það jafnvel endirinn á Mýrarboltanum.“ Mýrarflákinn er einstaklega ánægður með hvernig helgin hefur tekist til fram að þessu. „Við viljum þakka Veðurstofunni stuðninginn,“ segir hann og hlær. En veðrið hefur leikið við keppendur og gesti Mýrarboltans. Að sögn Jóns Páls hefur það sjaldan verið jafngott. Mýrarboltinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Liðið Ísak City sigraði Mýrarboltann 2014 á Ísafirði um helgina í karlaflokki en í kvennaflokki báru Ofurkonur sigur úr býtum. Evrópumeistarinn í Mýrarbolta verður svo kynntur í kvöld. „Við erum sérstaklega stoltir af því að krýna Evrópumeistara óháð kyni,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að FIFA sýni því áhuga og taki upp það kerfi útreikninga sem skipuleggjendur Mýrarboltans nota til þess að finna út hver sigurvegari er að lokum. „Þetta er lausn á því ójafnrétti sem ríkir í knattspyrnuheiminum milli karla og kvenna.“ Útreikningurinn er flókinn og ítarlegur og tekur mið af frammistöðu liðanna í gegnum alla keppnina. Verðlaunaafhending verður klukkan tíu í kvöld á árlegri brennu hátíðarinnar. Fram Jón Jónsson ásamt bróður sínum Friðriki Dór, Kiriyama family og Mammút. Í gær var stuð og stemning þegar hljómsveitirnar Agent Fresco og Ultra Mega Technobandið Stefán stigu á stokk. Jón Páll segir það skjóta skökku við að það teljist fréttnæmt þegar engar nauðganir eru kærðar á hátíðum yfir Verslunarmannahelgina. Aldrei hefur verið tilkynnt nauðgun á Mýrarboltanum og þakkar Jón Páll það bæði mikilli forvarnarvinnu í samstarfi við Sólstafi sem er systrafélag Stígamóta og hugarfari í samfélaginu á Ísafirði. „Ef hér yrði nauðgun yrði það jafnvel endirinn á Mýrarboltanum.“ Mýrarflákinn er einstaklega ánægður með hvernig helgin hefur tekist til fram að þessu. „Við viljum þakka Veðurstofunni stuðninginn,“ segir hann og hlær. En veðrið hefur leikið við keppendur og gesti Mýrarboltans. Að sögn Jóns Páls hefur það sjaldan verið jafngott.
Mýrarboltinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira