Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Ellefu sigrar í röð Kristinn Ásgeir Gylfason á Fylkisvelli skrifar 7. ágúst 2014 12:48 Vísir/Arnþór Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira