Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:35 Rúnar Páll fagnar í Poznan í kvöld með Garðari Jóhannssyni. vísir/Adam Jastrzebowski „Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59