Inter hefur unnið ítölsku deildina 18 sinnum og er eitt af stórveldum evrópskrar knattspyrnu, en að það spilar heimaleiki sína á hinum sögufræga San Siro-velli í Mílanó.
„Hef dreymt allan mína ævi að fara á San Siro. Að fá að spila þar væri líklega hápunkturinn hingað til og um ókomna framtíð,“ skrifaði Arnar Már Björgvinsson, framherji Sjörnunnar, á Twitter í gær.
Arnar Már fær nú draum sinn uppfylltan, en seinni leikurinn fer líklega fram á San Siro 28. ágúst.
Hef dreymt allan mína ævi að fara á San Siro. Að fá að spila þar væri líklega hápunkturinn hingaðtil og um ókomna framtíð #10fingurtilguðs
— Arnar Bjorgvinsson (@arnarbjorgvins) August 7, 2014