Ítalskur blaðamaður hélt að hann væri að taka viðtal við leikmann Stjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2014 22:00 Bjarki Páll Eysteinsson og Bjarni Jóhannsson, fyrrum þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Ernir Ítalskir blaðamenn vita margir ekki mikið um Stjörnuliðið sem er seinna í þessum mánuði að fara mæta stórliði Internazionale Milan í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta sannast kannski best í viðtali sem birtist á vefnum í dag þar sem ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano taldi sig vera búinn að ná í skottið á einum leikmanni stjörnuliðsins. Fabrizio Romano tók viðtal við Bjarka Pál Eysteinsson til að hita upp fyrir leikinn gegn Stjörnunni en hann hélt að Bjarki Páll væri enn leikmaður Stjörnunnar. Romano segir frá því að Bjarki Páll Eysteinsson sé verkfræðingur sem er vissulega rétt. Líklegt má telja að blaðamanninum þyki það heldur óvenjulegt að knattspyrnumaður sé með verkfræðigráður. Grínast hann með að koma Bjarka til Ítalíu hafi ekkert með ástand San Siro leikvangsins að gera. Blaðamaðurinn spyr Bjarka út í ævintýri Stjörnuliðsins, fögnin frægu og við hvaða leikmann Inter Bjarki Páll vildi skiptast á treyju eftir leikinn. Þar svarar Bjarki því til að Nemanja Vidic væri efstur á óskalistanum. Fréttina má sjá með því að smella hér. Málið er bara að Bjarki Páll hefur ekki spilað með Stjörnunni síðan haustið 2012. Bjarki Páll útskýrir viðtalið furðulega á Facebook í kvöld þar sem hann bendir á þá staðreynd að blaðamaðurinn hafi líklega ekki náð því að töluvert væri liðið síðan hann spilaði knattspyrnu. Segist Bjarki Páll hafa hvatt blaðamanninn til að hafa samband við Laxdalsbræður sem væru á fullri ferð með Garðabæjarliðinu. Það virðist Romano hins vegar ekki hafa gert, ekki enn að minnsta kosti. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld. 8. ágúst 2014 18:16 Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Stuðningsmannasíða Lech Poznan fór hamförum eftir að liðinu var skellt af áhugamönnum frá Íslandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi. 8. ágúst 2014 16:15 Vidic og maðurinn með skottið á leið landsins Einn besti varnarmaður síðasta áratugar mætir Stjörnunni í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 8. ágúst 2014 12:30 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Ítalskir blaðamenn vita margir ekki mikið um Stjörnuliðið sem er seinna í þessum mánuði að fara mæta stórliði Internazionale Milan í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta sannast kannski best í viðtali sem birtist á vefnum í dag þar sem ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano taldi sig vera búinn að ná í skottið á einum leikmanni stjörnuliðsins. Fabrizio Romano tók viðtal við Bjarka Pál Eysteinsson til að hita upp fyrir leikinn gegn Stjörnunni en hann hélt að Bjarki Páll væri enn leikmaður Stjörnunnar. Romano segir frá því að Bjarki Páll Eysteinsson sé verkfræðingur sem er vissulega rétt. Líklegt má telja að blaðamanninum þyki það heldur óvenjulegt að knattspyrnumaður sé með verkfræðigráður. Grínast hann með að koma Bjarka til Ítalíu hafi ekkert með ástand San Siro leikvangsins að gera. Blaðamaðurinn spyr Bjarka út í ævintýri Stjörnuliðsins, fögnin frægu og við hvaða leikmann Inter Bjarki Páll vildi skiptast á treyju eftir leikinn. Þar svarar Bjarki því til að Nemanja Vidic væri efstur á óskalistanum. Fréttina má sjá með því að smella hér. Málið er bara að Bjarki Páll hefur ekki spilað með Stjörnunni síðan haustið 2012. Bjarki Páll útskýrir viðtalið furðulega á Facebook í kvöld þar sem hann bendir á þá staðreynd að blaðamaðurinn hafi líklega ekki náð því að töluvert væri liðið síðan hann spilaði knattspyrnu. Segist Bjarki Páll hafa hvatt blaðamanninn til að hafa samband við Laxdalsbræður sem væru á fullri ferð með Garðabæjarliðinu. Það virðist Romano hins vegar ekki hafa gert, ekki enn að minnsta kosti.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld. 8. ágúst 2014 18:16 Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Stuðningsmannasíða Lech Poznan fór hamförum eftir að liðinu var skellt af áhugamönnum frá Íslandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi. 8. ágúst 2014 16:15 Vidic og maðurinn með skottið á leið landsins Einn besti varnarmaður síðasta áratugar mætir Stjörnunni í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 8. ágúst 2014 12:30 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld. 8. ágúst 2014 18:16
Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33
Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15
Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Stuðningsmannasíða Lech Poznan fór hamförum eftir að liðinu var skellt af áhugamönnum frá Íslandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi. 8. ágúst 2014 16:15
Vidic og maðurinn með skottið á leið landsins Einn besti varnarmaður síðasta áratugar mætir Stjörnunni í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 8. ágúst 2014 12:30
Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34
Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10
Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08