Ramez ekki lofað að hann yrði ekki sendur til Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 30. júlí 2014 13:57 Ramez Rassas Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu. Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu.
Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19
„Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00